On Wednesday 17 October 2001 14:33, Bjarni R. Einarsson wrote:
Þann 2001-10-17, 12:56:20 (+0000) skrifaði Kristofer Sigurdsson:
Hæ krakkar,
Þetta er allt gott og blessað, en ég velti því fyrir mér, hvort fólk fari ekki að kaupa fullt af drasllénum, undir IRC hosts, og alls konar vitleysu...og svo...er það endilega slæmt? Ég er ekki viss...
Þetta mun trúlega ekki gerast á meðan verðið á lénum er svona hátt, en það verður þá að halda því svona háu.
Ég mótmæli þeirri hugmynd að einungis ríkt fólk eða fyrirtæki eigi að fá að gera heimskulega hluti. Ef hindra á að menn geri heimskulega hluti þá á að gera það með skýrum reglum, ekki gjaldskrá.
Það er hinsvegar alvarlegra mál að með þessu breytingum er ISNIC að galopna kerfið þ.a. mjög fátt hindri "cybersquatting" (sem er þegar aðilar kaupa upp mikinn fjölda svæðisnafna til þess eins að geta okrað síðar meir á þeim sem telja sig þurfa á nöfnunum að halda).
Ég er ekki sannfærður um að það sé breyting til batnaðar.
Það væri gaman að heyra ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu...?
Sammála Bjarna. Ég átti alls ekki við (a.m.k. ekki viljandi) að ég væri sammála því að það væri gott mál að hindra þetta með gjaldskrá, frekar en reglum... Ég tel að .is lén muni tapa þeirri "virðingu" sem þau hafa með þessu. Kristó