Í lið 2.1 í nýju lénareglunum segir: "Við umsókn skal notast við umsóknareyðublað ISNIC eða sækja um á þann rafræna máta sem ISNIC viðurkennir. " Gaman væri að vita hvort undirbúningur þess að viðurkenna rafrænar umsóknir sé kominn í gang. Ef svo er væri fróðlegt að heyra hvar það mál stendur. Ég get í dag rekið öll mín viðskipti á rafrænan hátt. Bréfapóst og fax hef ég síðstliðið ár eingöngu þruft að nota vegna samskipta við INTÍS, (nú ISNIC). Það er svolítið merkileg staðreynd að fyrirtækið sem er brautryðjandi og hornsteinn Internetsins hérlendis skuli vera eina fyrirtækið sem ég get ekki átt rafræn viðskipti við. Þess vegna er ánægjulegt að sjá að nýju lénareglurnar geri ráð fyrir því að á þessu verði breyting. Vonandi er hún ekki langt undan. Með kveðju Bjarki Már Karlsson bjarki@islensk.is Íslensk upplýsingatækni www.islensk.is S: 430 2200 F: 899 2298