Sælir
Frá sjónarhóli þeirra sem eiga skrásett vörumerki er hrein og bein firra að einhver skuli skrá lén (í þessu tilfelli islenskupplysingataekni.is) og ætla sér að nota það til kynningar á vöru eða þjónustu.
Ég er ekki að tala um þetta atvik. Það er: i) lén er eins og skrásett vörumerki sem orðmerki hjá Einkaleyfastofu og vörumerki hafi verið skráð áður en léni var úthlutað og --> þessu er ég sammála, ég er að tala um að hér er verið að opna fyrir hindrum á samkeppni að taka kannski öll lén er viðkoma tölvum, t.d. tolvur.is, prentkaplar.is, prentarar.is o.s.frv. og hér er samkeppni í gangi. Af þessum sökum vantar mig útskýringu á þessari reglu: ii) lén hafi verið skráð í þeim eina tilgangi að hindra samkeppnisaðila í að skrá sama lén. kv. Leifur A. Haraldsson