Ég legg til að ISNIC endurskoði þessa breytingatillögu og skilgreini í reglum sínum hvað sé erlendur rétthafi, t.d. þeir sem eru án kennitölu.
OK .. ég er í sjálfu sér sammála því sem fram hefur komið, en eitthvað þurfum við að gera ... Hvað með að gera þetta eitthvað á þessa leið: Við grein "1.1.3 Rétthafi" bætist málsgrein: "Erlendur rétthafi er sá sem ekki hefur skráða íslenska kennitölu." og við grein "3. Skráning léna" bætist við grein 3.8 "3.8 ISNIC áskilur sér rétt til að hafna skráningu léns á erlenda rétthafa ef skráningarupplýsingar um rétthafann eru augljóslega rangar og/eða ófullnægjandi." og við grein "6. Umskráning léna" bætist við grein 6.3.2 "6.3.2 ISNIC áskilur sér rétt til að hafna umskráningu léns á nýjan erlendan rétthafa ef skráningarupplýsingar um rétthafann eru augljóslega rangar og eða ófullnægjandi." og við grein "8. Brottfall léna" bætist við grein 8.7 "8.7 Reynist upplýsingar um erlendan rétthafa léns augljóslega rangar þrátt fyrir ítrekaðar tilkynningar þar að lútandi til tengiliðar rétthafa, getur ISNIC lokað léni viðkomandi. Hafi lén verið lokað í 60 daga hjá ISNIC er það afskráð og afmáð, réttur yfir léni fellur niður og lénið er laust til skráningar á ný. Aðalbreytingin er að áréttað er að þessi atriði eiga einungis við um erlenda rétthafa. Umdeilanlegt er einnig hvort breyta skuli kröfum um umboðsmenn ... en verði grein 1.1.9 um umboðsmenn breytt, þá verður sú breyting augljóslega ekki afturvirk, heldur gildir einungis frá þeim tíma sem nýjar reglur taka gildi..... Ókosturinn er auðvitað sá að skráningar á erlenda umsækendur geta ekki lengur verið alveg rafrænar og sjálfvirkt afgreiddar. -- Marius