Mig langar að fá álit ykkar á því að hvert fyrirtæki megi einungis vera með eitt lén skráð á sig nema viðkomandi fyrirtæki skrái vörumerki fyrir nýju léni? Að mínu mati finnst mér að hér sé verið að hefta útbreiðslu internets á íslandi. Ef við skoðum þróunina úti í bandaríkjunum þá eru fyrirtæki oft með sér lén fyrir vörur sínar eða þjónustu og nóta gríðarlega míkið lén sem auglýsinga og markaðstól. Skoðum dæmi um skráningu léna með .is endingu og með .com DÆMI 1 Ef Jón Jónsson á íslandi með f.t. X ehf vill fara útí auglýsingarherferð með nokkrar tegundir af sína þjónustu þá þarf hann að borga skráningargjaldið hjá intís 12450 * t.d. 10 lén = 124.500 kr. Síðan þarf hann að kynna sér hvernig á að skrá vörumerki fyrir fyrirtæki sitt sem tekur frá honum tíma sem við skulum sleppa að meta til fjár hér í þessu dæmi en sjálf skráningin á vörumerkjunum 9 (því f.t. mega skrá 1 án þess að hafa vörumerki) kostar 12000 kr stk. = 108.000 kr. Svo má ekki gleyma að það þarf að hanna vörumerki fyrir viðkomandi og líklega vill hann fá lögfræðiálit. Það gæti kostað aukalega = 9 vörumerki * 5000 (lágmark) = 45.000 kr. Lögfræðiálit ?? 25.000 kr. Jæja nú er það allt vonandi komið. Hann er búinn að kynna sér þetta hjá Intís, einkaleyfastofunni, lögfræðingum og grafískum hönnuði, fara ferð í einkaleyfastofu ná í eyðublöð, fylla þau út og koma aftur niður á einkaleyfastofu til að borga fyrir þetta. Síðan getur hann faxað umsóknirnar til Intís með afriti af kvittun fyrir greiðslu á skráningu vörumerkjanna. Þetta gerir samtals: Skráningargjald Intís .is 124.500 Vörumerkjarskráning 108.000 Vörumerkjahönnunn 45.000 Lögfræðiráðgjöf 25.000 Undirbúningstími ?????? (ekki metin til fjár) ------------------------------------------------------------ 302.500 kr. DÆMI 2 Ef sami aðili mundi vilja gera þetta með .com t.d. þá hefði hann þurft að hringja eitt símtal til þjónustuaðila t.d. landsímann eða íslandssima og lista út hvaða lén hann vildi fá og síðan yrði honum bara sendur reikningur. Skráningargjald - .com 25.550 Undirbúningstími = 5 min ------------------------------------------------------------ 25.550 kr. Er þetta ekki fráhrindandi fyrir þá sem vilja nýta internetið, heftandi fyrir þróun internetsins? Peningarnir skipta ekki öllu máli heldur líka flækjustigið sem fylgir þessu og tímin fyrir viðskiptavini intís. Undanskilið er í þessu dæmi kostnaður við að skrá og hýsa lénin hjá internetþjónustufyrirtæki. Látum þetta duga í bili. Hvað finnst ykkur um þetta? Til hvers að hafa forsendu að fyrirtæki eða einstaklingar verða að hafa skráð vörumerki? Svo ekki sé minnst á það að vörumerkið verður að vera fullnægjandi að kröfum intís. Endilega lýsið skoðanir ykkar á þessu. p.s. það má benda á það að hægt er að safna kennitölum starfsmanna og vina og skrá á þau lén, en þá eiga þau nátturulega lénin, en það er samt orðið nokkuð um það að svo sé gert. Með kveðju, Leifur A. Haraldsson