Sæll,
Á þessum póstlista í maí 2008 (http://lists.isnic.is/pipermail/domain/2008-May/thread.html) var umræða um IPv6-væðingu ISNIC.
Nú eru þrjú ár og nokkrir mánuðir liðnir síðan sú umræða átti sér stað og er ég nú forvitinn að vita hver staðan er hjá ISNIC varðandi IPv6.
Þá er ég aðallega að spá í eftirfarandi stuðning: 1. IPv6-only DNS uppflettingar (innanlands).
Þær, sem og allar IPv6-only uppflettingar eru háðar IPv6 samskiptum á milli biðlara og miðlara. Ef biðlari og miðlari hafa báðir IPv6 tölu og samband á milli þeirra er fullnægjandi, ætti fyrirspurnin að flæða yfir netið sem IPv6 fyrirspurn og svar (IPv6 samskipti hafa forgang).
2. Skráningu nafnaþjóna með IPv6 föngum.
Hægt er að skrá nafnaþjóna með IPv6, einnig er hægt að skrá nafnaþjón sem eingöngu hefur IPv6 tölu. Sömu próf og kröfur gilda og áður um nafnaþjóna. ISNIC birti frétt 8. júní með titlinum "IPv6 dagurinn 8. júní 2011" sem má benda á: https://www.isnic.is/is/news/view?id=227 Varðandi umræðu frá því í maí, hefur ISNIC fengið úthlutað IPv6 neti fyrir RIX og fyrir eigin tæki og vefþjónn ISNIC hefur svarað á IPv6 í þó nokkuð langan tíma. Sama gildir um SMTP gátt ISNIC. Eins og var rætt um í maí, er IPv6 úthlutun og dreifing háð því að hýsingaraðilar og vef-veitur bjóði tryggt og öruggt IPv6 samband, en staðreyndin er sú - að þessi þjónusta er ennþá í "Beta" flokkun hjá okkar hýsingaraðila (sem veitir IPv6 þjónustu). (ofangreint telst þá sem fullt svar við þessum tveimur spurningum) Fyrir áhugasama, þá er hægt að virkja IPv6 hvar sem er með Tunnel - t.d. Hurricane Electric - en munið að með því að virkja IPv6 er möguleiki á að allar vírusvarnir og eldveggir verði óvirkir og því nauðsynlegt að taka viðeigandi skref til að tryggja tölvubúnað um leið og IPv6 er orðið virkt. Windows XP, Snow Leopard og flest *nix distro hafa t.a.m. engar lokanir varðandi IPv6 þegar kveikt er á því - og nauðsynlegt að keyra upp sértækar lausnir eða script til þess að hindra of mikinn aðgang að vélinni. Til varnar IPv6 netinu, þá er frekar ólíklegt að "portscanning" finni tölvuna þína á e-h hóflegum tíma, en munið "frekar ólíklegt" er ekki ómögulegt... Mbk, Björn