Bjarni, Þann 28. nóvember 2003, ritaði Bjarni Thor Gylfason eitthvað á þessa leið:
c) að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa, njóti þess að fá lénið skráð með íslenskum stöfum sér að kostnaðarlausu óski þeir eftir því innan 6 mánaða frá gildistöku.
Munu þessir aðilar þá hætta með gamla lénið? Og ef ekki, eiga þeir þá að fá árgjaldið frítt af þessu aukaléni?
d) þegar skráð er lénið bókhlaða.is, þá býðst viðkomandi að fá lénið bokhlada.is skráð gegn 500 króna aukagjaldi við skráningu. Árgjald miðast við eitt lén. Ekki gefst öðrum tækifæri á því að skrá lénin bókhlada.is né bokhlaða.is.
Á ISNIC þá að taka frá allar mögulegar útgáfur léna með og án íslenskra stafa eins lengi og ein útgáfan er skráð? Hver á að borga fyrir það?
Fyrir .is lén (miðað við núverandi gjaldskrá Isnic), er verið að borga 83.712- íslenskar krónur fyrir skráningu á léni og gjöld í 10 ár. Hægt er að fá .com netfang fyrir 85 dollara (6388 kr.) sem gildir í 10 ár, í dag (keypti eitt svoleiðs um daginn).
Það gengur ekki að miða við gTLD, skoðaðu frekar þau ccTLD sem eru ekki að reyna að vera gTLD og eru með svipað módel og ISNIC. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is