Heil & sæl, Þann 1. okt. 2003 klukkan 21:38 reit Marius Olafsson:
Ágætu félagar Eins og menn vita hafa lén verið skráð frá upphafi í mjög.... <klipp><klipp><klipp>..
(3) Hvernig á að hefja þessa úthlutun? Skiptar skoðanir eru á því hjá þeim sem undirbúa að taka upp þjóðleg lén um hvernig skuli standa að þvi að byrja úthlutun. Í grunninn eru tveir möguleikar;
a að skrá þessi lénum á nákvæmlega sama hátt og við skráum lén í dag þ.e. "fyrstur-kemur-fyrstur-fær" eða
b að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa hefðu gjarnan viljað fá þau *með* íslenskum stöfum ef þeim hefði staðið það til boða.
c) að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa, njóti þess að fá lénið skráð með íslenskum stöfum sér að kostnaðarlausu óski þeir eftir því innan 6 mánaða frá gildistöku. d) þegar skráð er lénið bókhlaða.is, þá býðst viðkomandi að fá lénið bokhlada.is skráð gegn 500 króna aukagjaldi við skráningu. Árgjald miðast við eitt lén. Ekki gefst öðrum tækifæri á því að skrá lénin bókhlada.is né bokhlaða.is. Fyrir .is lén (miðað við núverandi gjaldskrá Isnic), er verið að borga 83.712- íslenskar krónur fyrir skráningu á léni og gjöld í 10 ár. Hægt er að fá .com netfang fyrir 85 dollara (6388 kr.) sem gildir í 10 ár, í dag (keypti eitt svoleiðs um daginn). Bara mín 5 cent.... Kv, - Bjarni Þór