Sælir, Ég ákvað að blanda mér aðeins í umræðuna varðandi bæði íslensk lén og svo verðlagninguna. - Umræðan um íslensku lénin er að mestu óskyld verðumræðunni, það er ljóst. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég skil ekki þessar bollaleggingar um það að fá réttinn til skráningar endalausra afbrigðilegra afbakana af einhverju léni bara ef þú ættir þessa með ensku bókstöfunum.(og það nánast gefins) Vildi einhver gerast svo sérvitur að skrá 6-700 afbrigði af einhverju léni væri það eðlilegast að hann gerði það á eigin reikning. Þessi umræða er miklu frekar fræðileg heldur en raunveruleikatengd. T.d. væri mun viturlegra ef ætti að skrá sérstök afbrigði af bókhlaða.is að skrá t.d. lénið bókhlöðu.is enda beygist orðið bókhlaða: bókhlaða um bókhlöðu frá bókhlöðu til bókhlöðu Að skrá beyginguna myndi samræmast íslensku málfari en ætti engu að síður að velta algerlega á vilja viðkomandi til þess að sólunda eigin fé. Vildi bara benda á að þetta væri mun eðlilegra en t.d. að skrá lénið bókhláða.is bókhláda.is bokhlaðá.is o.s.frv. bara vegna hættu á að einhver annar gæti skráð þau. Meira að segja þó svo að einhver annar myndi skrá slíkt afbrigði eða afbökun væri líklegt að smitumferð á slíkt lén(vegna innsláttarvillna og líkra þátta) væri lítil sem engin. - Í framhaldi af umræðu um verðskrá léna á Íslandi og erlendis ætla ég bara að benda á eftirfarandi síður og dæmi. Vissulega má finna hærri verð en þessi sem ég nefni hér, en lægri má líka finna. Það er þó mjög sjaldgæf undantekning að hægt sé að finna verð sem eru hærri en verð Isnic, og er það þá sjaldnast vegna krafna frá registry viðkomandi tld, heldur frekar vegna registrarsins. Dæmi: .JP Japan $75 fyrsta árið $60 eftir það www.jp-domains.com JP-Domains .RU Rússland $27 á ári www.geonic.ru Internic/Geonic .CO.IL Ísrael $60(skráning fyrstu tvö árin($30 á ár), $20 hver tvö ár eftir það ($10 á ár)www.isoc.org.il Israeli Internet Organisation .CO.ZA Suður-Afríka $48 fyrsta árið $11 eftir það Ástralía www.domainregistration.au .Com.Au og .Net.Au AUD 127 tvö ár(AUD 63,5 per ár) .Org.Au AUD 30 fyrir tvö ár(AUD 15 per ár) Þetta eru allt dæmi um lönd sem eru EKKI að reyna að vera gtld, þar að auki er Japan þekkt fyrir að vera dýrt og lokað land. Hér eru þau lönd sem ég fann á Internic/Geonic www.geonic.ru sem voru dýrari eða á svipuðu róli og við: Armenía, Azerbaidjan, Kirgiztan, og Ukraina, einnig eyjaklasinn Antigua og Barbados, Írland og Portúgal(ábyggilega hægt að finna þau ódýrar, sérstaklega tæknilandið Írland). Það kom mér á óvart að þarna voru Írland og Portúgal, en þarlend lén hlýtur að vera hægt að finna ódýrar, allavega ef miðað er við önnur Vestur-Evrópulönd sem hafa margfalt ódýrari lén. Meira að segja frændur okkar Svíar eru með $60 á ári, Danir með $35 og Norðmenn með $65. Svo komum við Íslendingar með litla $150 fyrir fyrsta árið og svo rúmlega $100 á ári eftir það. Til gamans má geta þess að það síðasta af 4 dýrustu löndum í heimi(Ísland, Japan, Noregur Sviss) sem ekki hefur verið talið upp, Sviss, býður upp á lén fyrir uþb. $80 á ári. Því er staðan svona fyrir fyrsta árið hjá 4 dýrustu löndum heims: Ísland $150 Sviss $80 Japan $75 Noregur $65 Vonandi verður nú hægt að lækka verð léna með meiri sjálfvirkni yfir netið. Það meðal annars að höndla sjálfur með breytingar á nafnaþjónum án þess að vera rukkaður sérstaklega fyrir það er hinn sjálfsagðasti hlutur og löngu tímabær. Ég hef aldrei verið rukkaður um slíkt gjald erlendis og leyfi mér að efast um að mörg siðmenntuð lönd hafi registry sem rukkar jafnvirði 6.200 ískr. per lén per skipti. :-) M. kærri kveðju, Óli G. Håkansson P.s. svona til gamans þá vil ég benda á www.koredomains.com fyrir ýmis gtld. Þar get ég skráð: .net/com/org/info fyrir $80 fyrir tíu ára tímabil og t.d. nú um stundir .biz/us fyrir $50 dollara total f. 10 ár.(Þetta er kallað tilboð en stendur samt að öllu jöfnu u.þ.b. 7-8 mánuði á ári).