Sælir,
gott að Isnic ber þetta undir þennan litla hóp, best væri náttúrulega að gera tilraun til að fá víðfeðmari umræðu og þáttöku, t.d. með því að auglýsa umræðusíðu á heimasíðu ISNic eða myspace.com eða álíka síðum.
Þessi póstlisti hefur alltaf verið notaður fyrir umræðu varðandi breytingar á reglum ISNIC. Eftir helgi mun líka vera sett frétt á heimasíðuna með tilvísun í póstlistann. Mikið rétt, ábendingin snerist um að kannski ætti þessi umræða heima í stærri hóp. Þessi listi er líka engan veginn eins virkur og var einu sinni.
Ég hef lítið við tillögurnar að ath. og líst vel á flestar nema eina og set þar athugasemd við sérstaklega að neðan. Ég geri annars ráð fyrir að þetta sé í samræmi við "umboð" ISNic frá ICANN þó best væri náttúrulega að sjá umboð frá íslenskum stjórnvöldum.
Skráning léna undir .IS er skv. ákvörðun IANA/ICANN í samræmi við RFC-1591 og ICP-1 og hafa íslensk stjórnvöld ekki hingað til komið nálægt lénamálum. Alveg rétt, en stjórnvöld í öðrum löndum hafa tekið þetta mun meira til sín eins og væri eðlilegt og í samræmi við reglur ICANN. Ábendingin snerist um að kannski ætti ISNic að hafa frumkvæði í þeim málefnum til að hafa formlegt umboð frá því landi sem það starfar í.
Það hefði einnig verið gaman að sjá tillögu um að brjóta .is upp í registry og registrar og efla samkeppni á þessum markaði, ekki er vöntun þar á. Legg það hér með fyrir póstlistalimi hvernig þeim líst á það?
Persónulega finnst mér registry-registrar kerfi of þungt í vöfum fyrir eins lítinn fjölda léna en fyrir ISNIC myndi það þýða mjög mikla hagræðingu í rekstri ef lénafjöldinn eykst. Mér þætti gaman að heyra hvernig það myndi bæta samkeppni, það yrði alltaf eitt registry eftir sem áður og það yrðu alltaf stóru hýsingaraðilarnir sem myndu vera registrar og væri þá ekki eins gott að auðvelda núverandi skráningarferil fyrir þá þannig að þeir gætu skráð lén t.d. með EPP? Það er til að mynda mjög lítið eða ekkert samband eða traust milli ISNic og registrar aðila eins og tíðkast á flestum öðrum byggðum bólum, strax og þetta yrði framvæmt þá væri þunginn í vöfunum fyrir ISNIC kominn til registrar sem hafa þá allan hag af því að gera þetta að þjónustuatriði, eitthvað sem ISNic hefur litla burði til. Við höfum fengið margar umsóknir um lén en síðan gerist ekkert þar sem viðskiptavinurinn skilur ekki hvernig hann á að klára skrefin hjá ISNic, síðan ákveða þeir að opna .com lén eða álíka.
Þarna meina ég ekki traust til að ISNic sé tæknilægt fært til að reka .IS GTLD enda hafa þeir sýnt þá hæfni lengi, heldur meina ég traust í viðskiptalegum samböndum, þar hefur lítill skilningur ríkt og verið að mínu mati dragbítur á að .is sé notað í meiri mæli. Slíkum samböndum fylgja síðan ferlar sem þarf að ýtra og besta og styðja við með tæknilegum rekstri.
Loks væri gaman að sjá breytingar á skráningaraðferðum, þær eru verulega stífar og klaufalegar. Ofangreind tillaga gæti breytt þar miklu.
Hvað er það sem þér finnst stíft og klaufalegt, allar ábendingar eru vel þegnar. Best tel ég að ISNic ákveddi (stefnumótun) að gera skráningarferlið MUN einfaldara fyrir alla aðila, sérstaklega þá sem eru að færa sig milli hýsenda. Þá ákvörðun myndu þeir síðan styðja með því að gera könnun meðal hýsenda hver séu vandamálin og mynda síðan tímasett og committed plan um umbætur. Best væri náttúrulega að miða við erlendar fyrirmyndir og jafnvel gera samninga við erlenda aðila um aðgang að þeirra ferlum og tækni; technology transfer.
Tel ekki að árangur náist í þessa átt á t.d. þessum póstlista án þess að rýra gildi hans að öðru leyti. mbk, Guðbjörn