Mér sýnist samt að spurningin hjá mér hafi ekki verið nægjanlega skýr og hafi eitthvað misskilist og umræðan ekki mjög markviss.
Held að þetta sé alveg skýrt -- spurningin er hvort krafan um að netfangið 'postmaster@lén.is' sé ávallt til eigi rétt á sér, jafnvel þó svo að enginn viðtaka á öðrum pósti á lén.is fari fram. Þetta var upphaflega sett inn svona til einföldunar (þ.e. gilti fyrir öll lén, óháð annari póstviðtöku). Athugið að 'postmaster' er svolítið annars eðlis en önnur netföng (hostmaster@ webmaster@ o.s.frv.). Módelið fyrir þetta er mun eldra og á rætur að rekja til þess að í gamla daga gátu menn sent póst 'post-restante', þ.e. til pósthúss næst viðtakanda þar sem hann gat sótt hann. -- Postmaster netfangið var því hugsað sem almenn viðtaka, en hafði ekkert með póstkerfið sem slíkt að gera. Menn hafa bent á að tengiliðaupplýsingar fáist úr whois, og er það í sjálfu sér rétt -- en ég minni á að verið getur að "privacy" lög EB verði túlkuð þannig að þessar upplýsingar megi ekki birta. Mér sýnist spuringin vera hvort við eigum að breyta skilyrðinu þannig að þessi krafa gildi einungis ef MX færslur eru birtar fyrir viðkomandi lén (og þar með gefið til kynna að póstviðaka sé virk), í stað þess að gera það fyrir öll lén. Aðeins flóknara í útfærslu en vel gerlegt...
Hvað segir ISNic?
ISNIC mun að sjálfsögðu skoða þetta og ef við metum að menn séu almennt sáttir við að breyta þessu munum við gera það. En vinsamlega athugið að þangað til er þetta krafa á öll .is lén. -- Marius