Ég er ekki
lögfróður en mér er tjáð að bakvið öll skráð áhugamannafélög verði að vera einhver starfsemi, en þessu hefur ekki verið framfylgt af Hagstofu.
eftir að grennslast var fyrir um þetta þurfa áhugamannafélög að vera með virka starfsemi en þurfa ekki að sýna fram á það á neinn hátt. Virk starfsemi getur tekið á sig margar myndir. Endilega látið vita ef þið vitið betur takk fyrir.
Hér er algengur misskilningur á ferð það er ekki hægt að bera saman ccTLD og gTLD, hér ætti frekar að vera samanburður á t.d. .no og .is eða kannski .us þar sem reglurnar í USA eru töluvert meira takmarkandi en hér heima.
Ég hef því miður ekki geta kynnt mér reglurnar fyrir .us eða .no en ég mundi þiggja ábendingar hvar ég gæti lesið mig til um það.
Það er enginn að stoppa fólk í að skrá .com lén, það er öllum það frjálst. Ef gera á samanburð á gjaldskrá INTÍS og þeirra sem skrá .com lén þá er
það
illmögulegt þar sem .is lén eru ekki nema um ~3000 en .com, .net og .org lén eru nokkrar milljónir þetta er allt spurning um að reksturinn standi undir sér.
Meiningin með þessum samanburði var ekki að gagnrýna verðskrá intís sem undirritaður finnst mjög sanngjarn á allann hátt. Hins vegar vildi ég benda á aukakostnaðin í kringum það að skrá lénin sem .is, en að skráningargjaldi intís undanskilið er það : Vörumerkjarskráning 108.000 Vörumerkjahönnunn 45.000 Lögfræðiráðgjöf 25.000 Undirbúningstími ?????? (ekki metin til fjár) ------------------------------------------------------------ 178.000 kr Aukakostnaður sem er miklu dýrari og miklu flóknari, heftandi fyrir útbreiðslu internets á íslandi! Þetta er punkturinn
Flækjustigið hjá þeim sem skrá lén er sjaldnast reglurnar eða leiðir framhjá þeim, það sem flækist fyrir flestum er tæknileg uppsetning lénanna.
Það vill nefnilega svo til að þetta vill flækjast fyrir fólk, eðlileg lög landsins um t.d. afsal á nafni og rekstri f.t. ganga t.d. ekki yfir lénin. Skráning vörumerkja þarf að kynna sér. Fólk þarf að koma sér inní hlutina, og þeir verða stundum flóknir. En það er ekki að segja að það sé alltaf svoleiðis, það gengur yfirhöfuð vel því þorri íslenskra fyrirtækja eru ekki ennþá búin að átta sig á internetinu og segja oftast já við öllu á þessu sviði, vilja bara vera með.
Hvað viltu sjá í staðinn fyrir núverandi reglur? Eða finnst þér að það ætti að afnema þær algerlega?
Ég er ekki fylgjandi því að afnema reglurnar algerlega. Mér finnst reglurnar vera fínar að mestu leyti. Það fyrsta sem ég mæli með að afnema er það að umsækjandi verði að hafa skráð vörumerki ef hann vill sækja um fleiri en eitt lén. Ég sé ekki tilganginn annann en það að forða þeim sem eru með skráð vörumerki að einhver skrái það á undan þeim. Ef viðkomandi sem á skráð vörumerki og finnst að sá sem skráði lén sem svipar til eða er einsog vörumerki hans, þá getur hann leitað úrræði mála sinna til dómstóla. Það eina sem þetta gerir er að "vernda" þá sem eru með vörumerki en þeir hafa þegar heilt dómskerfi sem sér um það fyrir þá. 6. gr. Að því tilskildu að notkun sé í samræmi við góða viðskiptahætti getur eigandi vörumerkis ekki bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi: 1. nafn sitt, nafn fasteignar eða heiti á atvinnustarfsemi sinni, 2. lýsingar á tegund vöru eða þjónustu, ástandi, magni, notkun, verði, uppruna, hvenær vara er framleidd eða þjónusta boðin fram eða á öðrum eiginleikum vöru eða þjónustu. Hafi eigandi vörumerkis markaðssett vöru eða þjónustu sem nýtur vörumerkjaréttar eða heimilað slíkt getur hann ekki síðar hindrað notkun, sölu, leigu, innflutning, útflutning eða annars konar dreifingu vörunnar eða þjónustunnar. en svo kemur á móti: 4.gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., um eins eða svipaða vöru eða þjónustu, getur eigandi vörumerkis einnig bannað notkun þess fyrir annars konar vöru eða þjónustu ef vörumerkið er vel þekkt hér á landi og notkunin hefur í för með sér misnotkun eða rýrir aðgreiningareiginleika eða orðspor hins þekkta merkis. Án samþykkis eiganda vörumerkis er óheimilt að vísa til merkisins þegar seldir eru varahlutir eða annað fylgifé vöru, enda sé það gert á þann hátt að ætla megi að fylgifé sé frá eiganda komið eða hann hafi gefið samþykki sitt til notkunar merkisins. Hér eru lögin sem taka á þessu máli. Hvers vegna ætti intís að hafa afskipti af þessum málum og í kjölfarið gera það erfiðari fyrir fólk að fá skráð lén og dýrari? Hvað finnst ykkur?
Ef einhver skráir lén þá er það sá sem er skráður handhafi lénsins sem stjórnar því, ef fyrirtæki skráir lén á starfsmann þá á það á hættu að starfsmaðurinn taki lénið með sér eða krefjist greiðslu fyrir það fari hann í fýlu.
rétt, en samt gert til að forðast vesenið við skráningar stundum
Ef allar reglur yrðu afnumdar eins og mér sýnist vera þín skoðun að ætti að gera þá verða fleiri óánægðir en hitt þar sem það opnar fyrir misnotkun og fólk mun hópast að til að skrá hin og þessi lén með dollaramerki í augunum og plön um fljóta sölu á lénum.
Þetta er því miður að gerast í dag, eins og við báðir vitum þá eru aðilar búnir og eru ennþá að skrá lén í nafni áhugamannafélaga þar sem er áberandi verið að taka lén sem ættu að vera skráð á aðra, t.d. lén sem byrjar á nafni heimsþekktar vöru svosem bílategundar, í flestum tilfellum er ætlunin að selja eða semja við eiganda vörunnar um afnot eða umskráningu á léninu.
Þetta þarf að mínu áliti að reyna að stoppa en þá kemur upp spurningin hvort þessir aðilar finni sér ekki bara alltaf leið framhjá settum reglum.
Er svo sem sammála, en hver er að segja að ákveðnir aðilar eiga réttin á að vera með ákveðin lén? Hvar standa þau lög? Það stendur að ekki má misnota vörumerki annara en hvar stendur að það megi ekki eiga lén sem heitir sama nafni t.d. Apple.com er epli.is, hver er að segja að eplabóndi megi ekki auglýsa sig á apple.com frekar en Apple tölvufyrirtækið. Annars vísa égí 6gr. og 4.gr og bendi á að ef það er ákveðið að ákveðnir aðilar eiga að fá ákv. lén sbr. vörumerki t.d., hvers vegna þá ekki bara úthluta þeim það strax og forðast einhverja vitlausu. Hvers vegna að bíða þangað til að þeim dettur loksins í hug að fara nota internetið sem markaðstæki. Þetta er frjálst land bundið lögum, við ættum að hegða okkur skv. því, eða hvað? Kveðja, Leifur A. Haraldsson ÞETTA ERU MÍNAR SKOÐANIR, ÞÆR ÞURFA EKKI Á NOKKURN HÁTT AÐ PASSA VIÐ SKOÐANIR ATVINNUREKANDA EÐA VINNUFÉLAGA, OG LÝSA EKKI Á NOKKURN HÁTT SKOÐUNUM ATVINNUREKANDA MÍNS !
Óli
-- Olafur Osvaldsson System Administrator Internet Iceland inc. Tel: +354 525-5291 Email: oli@isnet.is