Sæll, On 16.5.2008, at 09:40, Bjorn Robertsson wrote:
* Tillögur að IDN væða rótarlénið (þannig að hægt sé að slá t.d. www.intís.ís eða jafnvel www.intís.ísland í vafra og fá upp rétta heimasíðu. Þetta heitir TLD DNAME og væri varanleg breyting. Verkefnið er samt tilraunaverkefni og Japan hefur leitt verkefnið.
Mér finnst þetta ekki tímabært, ISNIC þarf að koma fyrirfram með áætlun um það hvernig þetta á að vera tekið í notkun, þ.e. hvað þetta mun kosta og hvort einhver með lén undir .IS hafi sama rétt til léns undir svona TLD og lénsins sem hann er með undir .IS eða þarf að skrá öll lén uppá nýtt?
* IPv6 - Núverandi uppsetning .is skráningar gerir ekki ráð fyrir IPv6 nafnaþjónum. Spurningin er kannski, ætlar einhver að innleiða IPv6 nafnaþjóna á næstu 12 mánuðum eða næstu 24 mánuðum?
Til þess að hægt sé að setja upp IPv6 þá þarf fyrst að vera byrjað að veita trausta IPv6 þjónustu á Íslandi, það er ekki komið ennþá en spurningin er ekki hvort ISNIC eigi ekki að vera tilbúið áður en til þess kemur. Ég veit ekki betur en undirbúningur að þessu hafi byrjað hjá ISNIC fyrir nokkrum árum en alltaf stoppað á þjónustuaðilum fyrirtækisins sem gátu ekki veitt þessa þjónustu. /Óli