Hæ, Hér er búinn að vera umræða m.a. um kostnað við .is lén, hjá ISNiC, mörgum finnst kostnaður vera of mikill og hafa dregið fram verðskrár yfir kostnað við gTLD lén og önnur ccTLD lén (.dk, .de. o.fl.). Vil benda áhugasömum á að þar sem ISNiC er hlutafélag er að ég held hægt að nálgast ársuppgjör félagsins hjá Hlutafélagaskrá Hagstofunnar, þannig ættu þeir að geta skoðað rekstrarlegar forsendur félagsins, eigið fé, veltu, hagnað, o.s.frv. Ég hef ekki séð þessar upplýsingar á vefnum hjá ISNiC og vona að þetta sé rétt hjá mér, ég hef a.m.k. sjálfur geta farið til Hagstofunnar áður og nálgast ársskýrslur annara hlutafélaga - gegn gjaldi. Ef þessar upplýsingar væru fyrir hendi gæti hugsanlega farið fram umræða um rekstrarforsendur og gjaldskrá félagsins sem tæki mið að því umhverfi sem það starfar í. -- | Einar Örn Eiðsson | Tel: +354-662-1767 | Website: http://www.sukk.net | ICQ: 8818678 / MSNM: einar [at] sukk.net ----------------------------- -- - - - -
Bjarni,
Þann 10. desember 2003, ritaði Bjarni Thor Gylfason eitthvað á þessa leið:
Hinsvegar, þá er gjaldskrá Isnic engan veginn í samræmi við það sem við erum að leggja út fyrir lén utan .is. Ef ég gæti fengið allar mögulegar og ómögulegar útgáfur af bókhlaða.is fyrir $85 per stykki næstu 10 ár, þá myndi ég versla það, þegjandi og hljóðalaust.
Eins og kom fram fyrir stuttu á þessum lista þá er ISNIC ekki með neitt mikið hærri gjaldskrá en sum þeirra léna sem voru tilgreind þar.
Mér þætti aftur á móti fróðlegt að vita hvar þú getur keypt lén á $85 í 10 ár þar sem ég hef aldrei heyrt slík verð. Meiraðsegja gTLD eru flest með $35 á ári.
/Óli
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
_______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain