Stjórn ISNIC hefur ákveðið að leggja til smávægilega breytingu
á reglum sínum um skráningu léna undir .is. Röksemdum þessara
breytinga er lýst á vef ISNIC, sjá https://www.isnic.is/is/news/view?id=499
Eftirfarandi breytingar eru lagðar til
4. grein segir m.a.
"16. Lokun: Tilvísanir á lén eru fjarlægðar úr höfuðléni en lénið áfram
skráð í rétthafaskrá. Við lokun verður lénið óvirkt m.t.t. allrar virkni
á Netinu. Lén sem er lokað í 60 daga samfellt er afskráð."
verði eftir breytingu:
"16. Lokun: Tilvísanir á lén eru fjarlægðar úr höfuðléni en lénið áfram
skráð í rétthafaskrá. Við lokun verður lénið óvirkt m.t.t. allrar virkni
á Netinu. Lén sem er lokað í 30 daga samfellt er afskráð."
23. grein er:
"Frá lokun léns hefur rétthafi 60 daga til að gera viðeigandi ráðstafanir og
fá lénið opnað. Hafi lén verið lokað í 60 daga er það afskráð, réttur yfir
léni fellur niður og lénið verður laust til skráningar á ný. Tengiliður
rétthafa eða rétthafi léns getur sagt léni upp. Í framhaldi af uppsögn er
lén afskráð og verður laust til skráningar á ný."
verði eftir breytingu:
"Frá lokun léns hefur rétthafi 30 daga til að gera viðeigandi ráðstafanir og
fá lénið opnað. Hafi lén verið lokað í 30 daga er það afskráð, réttur yfir
léni fellur niður og lénið verður laust til skráningar á ný. Tengiliður
rétthafa eða rétthafi léns getur sagt léni upp. Í framhaldi af uppsögn er
lén afskráð og verður laust til skráningar á ný."
Vinsamlega komið á framfæri athugasemdum ef einhverjar eru...
--
Marius Olafsson
ISNIC ltd. https://www.isnic.is
Katrinartun 2
Reykjavik ICELAND marius(a)isnic.is