Sæl öll,
Eftir ráðstefnuna hjá RIPE (RIPE 56) vakna nokkrar spurningar sem vert er
að leggja fyrir fólk. Álit ykkar skiptir máli!
* Tillögur að IDN væða rótarlénið (þannig að hægt sé að slá t.d.
www.intís.ís eða jafnvel www.intís.ísland í vafra og fá upp rétta
heimasíðu. Þetta heitir TLD DNAME og væri varanleg breyting. Verkefnið er
samt tilraunaverkefni og Japan hefur leitt verkefnið.
* IPv6 - Núverandi uppsetning .is skráningar gerir ekki ráð fyrir IPv6
nafnaþjónum. Spurningin er kannski, ætlar einhver að innleiða IPv6
nafnaþjóna á næstu 12 mánuðum eða næstu 24 mánuðum?
Kv,
Björn Róbertsson
Kerfisstjóri Internet á Íslandi