Eins og kunnugt er þá samþykkti stjórn ISNIC í haust að aflétta
skilyrði um innlendan tengilið rétthafa.
Í tillögu að breytingu á reglu 2.3.1. var gert ráð fyrir að erlendir
rétthafar léna yrðu að tilgreina
skráðan umboðsmann eða þjónustuaðila hjá ISNIC sem tengilið rétthafa.
Áður auglýstar breytingar reyndust því miður ekki framkvæmanlegar. Því
eru hér gerðar smávægilegar
breytingar á fyrri tillögu í þá veru að rétthafinn getur ávallt verið
eigin tengiliður kjósi hann svo,
rétt eins og innlendir rétthafar léna. Þótt breytingar á reglunum séu
litlar þýða þær í raun að
eftir standa allir jafnfætis gagnvart skráninum .is léna.
Innlendum fyrirtækjum og einstaklingum með íslenska kennitölu verður
þó, tæknilega séð, gert hærra undir höfði.
Með tenginum ISNIC við Fyrirtækjaskrá og Þjóðskrá vottar ISNIC
framvegis rafrænt skráningar .is léna.
Þetta má þegar sjá með því að slá lénum íslenskra aðila upp í
rétthafaskrá ISNIC (whois).
ISNIC er mjög umhugað um réttmæti skráninga og áreiðanleika ISNIC
gagnagrunnsins.
Til þess að tryggja áframhaldandi mikinn trúverðugleika .is léna, sem
byggist að verulegu leyti á því
að upplýsingar um rétthafa séu réttar, þarf ISNIC heimildir til þess
að loka lénum sem ekki fullnægja
kröfum ISNIC um upplýsingar um rétthafa og tengiliði eins og áður kom
fram.
Lagt er til að breytingarnar taki eftir sem áður gildi 29. október 2008.
Kveðja,
Jens Pétur Jensen hagfr.
framkvæmdastjóri Internet á Íslandi hf. (ISNIC)
Tæknigarði, Dunhaga 7
107 Reykjavik.