Sælir og takk fyrir þátttökuna í umræðum um breytingar hjá ISNIC.
Eins og menn vita urðu breytingar á stjórn og eignarhaldi Internets á
Íslandi hf. sl. vor. Nýja stjórnin stendur nær fyrirtækinu en sú
gamla og þess sjást nú merki. Hún ákvað á fyrsta fundi sínum að án
tafar skyldi hefjast handa við innleiðingu á löngu tímabærum
breytingum til einföldunar á skráningarferli lénsins .is og þar með
bættri þjónustu hjá ISNIC. Breytingum sem starfsmenn og viðskiptamenn
höfðu lengi mælst til að gerðar yrðu. Í raun var þetta aðalástæðan
fyrir kaupunum á fyrirtækinu. Fyrsta skrefið af mörgum hefur nú verið
stigið með upptöku á "Biðsvæði fyrir lén". Biðsvæðið er að mestu án
takmarkana og engin tímamörk eru gefin upp um hversu lengi má geyma
lén á biðsvæði. Reynslan verður látin ráða í þeim efnum. Um
klukkustund eftir að biðsvæðið var virkjað á isnic.is hafði fyrsta
léninu verið "parkerað" þar. Svo skemmtilega vill til að ID-númer
lénsins er 20.000. Sjálfur var ég fyrstur til að prófa (þökk sé
strákunum) og parkeraði léninu jensen.is en Guð má vita hvenær ég gef
mér tíma til að setja upp eigin vef.
Að biðsvæðinu vann Hafsteinn Baldvinsson forritari og Maríus Ólafsson
netstjóri sá um DNS hlutann - að sjálfsögðu. Ólafur Ósvaldsson
kerfissjóri hafði umsjón með breytingum og sá um prófanir.
Viðskiptamenn eru beðnir að láta vita ef þeir verða varir við villur.
Engin breyting var gerð að þessu sinni á öðrum þáttum
lénaskráningarinnar en það styttist í fleiri nýjungar fyrir almenna
notendur og einnig fyrir umboðsmenn.
Kveðja,
Jens Pétur Jensen
framkvæmdastjóri
Internet á Íslandi hf.
isnic.is - modernus.is - rix.is