Domain
Threads by month
- ----- 2025 -----
- January
- ----- 2024 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2023 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2022 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2021 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2020 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2019 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2018 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2017 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2016 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2015 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2014 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2013 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2012 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2011 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2010 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2009 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2008 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2007 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2006 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2005 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2004 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2003 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2002 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2001 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- March
- February
- January
- ----- 2000 -----
- December
- November
- October
- September
- August
- July
April 2005
- 1 participants
- 1 discussions
Eftirfarandi er texti fréttatilkynningar frá ISNIC til fjölmiðla
vegna umræðu um skráningu léna með séríslenskum stöfum (IDN léna).
Allar ábendingar vel þegnar ...
--
Marius
-----------------------------------------------------------------------
Um skráningu léna hjá ISNIC
Meginregla við skráningu léna hjá ISNIC er "fyrstur kemur, fyrstur fær". Reglan er
óháð hver á í hlut eða hvaða lén sótt er um. Þessi aðferð er notuð af öllum
skráningaraðilum í heiminum þar sem skráning léna er rafræn.
Skráning léna með sérstöfum
Snemma árs 2003 var lokið við stöðlun á úfærslu á skráningu léna með sérþjóðlegum
stöfum. ISNIC hóf umræður um hvernig upptaka þessara staðla færi fram hér á landi
snemma árs 2004. Niðurstaðan var sú að ekki verði hjá því komist að innleiða möguleika
á sérstöfum í lénum. Opnað var fyrir skráningu 1. júlí 2004 þó þannnig að eigendum
léna án sérstafa var gefinn kostur á að skrá "tilsvarandi" lén með sérstöfum með
forgangi til 31. des 2004. Eftir þann tíma félli allur slíkur forgangur niður.
Skráning léna með sérþjóðlegum stöfum var innleidd í nágrannalöndum okkar á svipuðum
tíma; þó allstaðar án slíks forgangstímabils. Með sérstöfum er átt við stafina
áéíóúýþæðö
Notkun léna með sérstöfum
Athygli er vakin á að lén sem innihalda sérstafi hafa enn sem komið er mjög takmörkuð
not. Ástæðun má rekja til þess að lén með sérstafi eru ekki skráð á sama hátt í
lénnafnakerfi netsins (DNS) og lén án sérstafa. T.d. er lénið "veiðihundar.is" skráð
í lénnafnakerfið sem "xn--veiihundar-k9a.is". Hér er um að ræða svokallaða ACE umritun
lénsins "veiðihundar.is". Lénið "veiðihundar.is" er aðeins þekkt sem lénið
"xn--veiihundar-k9a.is" í lénnafnakerfi netsins.
Það er alfarið á ábyrgð notenda og forrita þeirra að umrita lénnafnið "veiðihundar.is"
í "xn--veiihundar-k9a.is" áður en uppfletting í lénnafnakerfi netsins fer fram. Þessi
umritun er ekki komin í allan hugbúnað sem notaður er. Þess vegna er notkun léna sem
innihalda sérstafi enn mjög takmörkuð. Þó nokkrir vafrar hafi þegar þessa umritun þá
vantar enn stuðning við notkun léna með sérstafi í netföng í flestan hugbúnað. Ekki
er vitað hvenær fullur stuðningur við lén með sérstafi kemur í almennan hugbúnað.
Umræða um lén með sérstöfum
Í umræðu um úthlutun léna með sérstöfum hefur gætt misskilnings að mati ISNIC.
Meginumræðan hefur fjallað um hvernig ISNIC geti, um aldur og ævi, "tekið frá" lén
eftir því hvaða stafir eru í lénsheiti léna sem þegar eru skráð. Svo dæmi sé tekið
þá hefði ISNIC átt að "taka frá" lénið "rúv.is" vegna þess að lénið "ruv.is" var
þegar skráð.
Ógöngur
Fjölmörg dæmi um ógöngur sem skráning léna myndi lenda í ef ISNIC yrði gert að leggja
að jöfnu lénanöfn með og án sérstafa. Hvergi hafa skráningaraðilar farið þá leið
að skilgreina slíkt jafngildi enda myndi skráning léna lenda í ógöngum ef reynt væri
eins og eftirfarandi dæmi sýna:
"Er réttlátt að fyrirtækið Fónn ehf, sem á lénið fonn.is að geta þar með komið
í veg fyrir að Þvottahúsið Fönn fái nokkurntíma lénið 'fönn.is'."
"Á erlenda flutningafyrirtækið UPS (sem vann lénið ups.is af íslensku
auglýsingastofunni ÚPS ehf.) að geta komið í veg fyrir að þetta íslenska
fyrirtæki geti nota eigið nafn í léni og skráð úps.is."
"Á Ari Pálsson (sem skráir lénið ap.is) að geta komið í veg fyrir að
Árni Pétursson sem einnig vill skrá upphafstafi sína áp.is. Getur
Þorsteinn sá sem skráir lénið þorsteinn.is komið í veg fyrir að Þórsteinn
skrái sitt nafn -- hvaða réttlæti er í því?"
Svona mætti lengi telja.
Mörg orð fá alveg nýja merkingu við það að setja sérstafina "áéíóúýþæðö" í stað
"aeiouythaedo". T.d. verður viti að víti, budda að búdda, bord verður borð eða
að börð, par að pár... listinn er sennilega seint tæmandi.
Af þessu ætti að vera ljóst að ekki er hægt að byggja reglur varðandi rétt á léni á
stöfum í lénsheitinu. Heitið, sem stafirnir mynda, er það sem máli skiptir. Engin
tæknileg lausn er til sem nota má til að gera vitrænan greinarmun á lénsheitum eftir
því hvaða stafir eru í lénsheitinu. Skráningaraðili getur því ekki skipt sér af
lénsheitum ef skráning á annað borð að vera rafræn.
Fleiri reglur?
Ef reglur um "frátöku" léna með sérstafi væri tekin upp þá þyrfti væntanlega einnig
að sjá til þess að "frátaka" gilti einnig í hina áttina, þ.e. þeir sem skrá lén með
sérstöfum "taka frá" lén sem hægt er að mynda úr lénsheitinu þegar búið er varpa
stöfum úr "áéíóúýþæðö" í "aeiouythaedo".
Til samræmis myndu væntanlega koma upp kröfur um að gera y og i jafngild í nöfnum
léna og rétthafi t.d. ys.is kæmi í veg fyrir að aðrir geti fengið is.is, ís.is og ýs.is
(getur jú ruglast í síma). Sama mætti jafnvel hugsa sér með v og w.
Niðurstaða
Eina færa leiðin er að láta af allri forræðishyggu í þessum málum og láta menn bera
ábyrgð á eigin gerðum í þessu eins og öðru. ISNIC getur ekki ákveðið hvaða aðili á
meiri rétt á einstökum lénum en annar. Vilji menn fara að leggja á það mat, þá getur
skráning léna ekki lengur verið rafræn og við þurfum að hverfa aftur til kerfis sem
við og flest önnur ríki hafa horfið frá á undaförnum árum, þ.e. handvirkt umsóknarkerfi
þar sem menn þurfa að bíða, jafnvel dögum saman, eftir að fá lén "skráð".
Skráning léna er allsstaðar rafræn, nema í einstaka 3ja heims ríki. Umsækjendur bera
ábyrgð á umsóknum og taka því afleiðingum ef notkun þeirra á nöfnum brýtur í bága við
lög.
Eins og áður segir er engin tæknileg lausn til sem nota má til að gera vitrænan
greinarmun á lénsheitum ef aðeins er byggt á stöfum í lénsheitinu. Skráningaraðili
getur ekki skipt sér af lénsheitum ef skráning á annað borð að vera rafræn. Ennfremur
væri slíkt mat ætíð hlutlægt og því ómögulegt að tryggja jafnt aðgengi að skráningu.
Réttlæti og jafnræði aðila minnkar, skriffinnska eykst og menn enda með óréttlátt
kerfi.
1
0