Ágætu félagar,
Þótt flestir ykkar hafi sennilega frétt nú þegar fannst okkur
viðeigandi að láta ykkur vita hér líka. Afsakanir til þeirra sem fá þetta
í tveimur eintökum.
Í siðustu viku var áralöngu baráttumáli ISNIC loksins landað með
uppsetningu á K-rótarþjóni RIPE ("anycast instance") við RIX. Margir af þeim
sem tengdir eru RIX hafa þegar gengið frá samtengingu, og aðrir að vinna í
því. -- Menn geta notað CAOS RR til að prófa hvar þeirra K-root er niðurkomin:
dig +norec @k.root-servers.net chaos txt id.server (sést reyndar líka á
ping rtt :-)
Læt hér fylgja fréttatilkynningu frá ISNIC/RIPE sem send verður fjölmiðlum
í tilefni þessa:
--
Marius
---------------------------
Fréttatilkynning
K-rótarþjónn settur upp á Íslandi.
Þann 14. október sl. luku RIPE NCC (Réseaux IP Européens Network Coordination Centre)
og Internet á Íslandi hf. (ISNIC) við að setja upp spegileintak ("mirror instance")
af einum af rótarnafnaþjónum Netsins. Þetta eintak er sett upp við skiptipunkt
íslenskrar netumferðar (RIX - Reykavík Internet Exchange) í Tæknigarði við Dunhaga.
Rótarnafnaþjónn K er einn af 13 rótarnafnaþjónum Netsins sem sjá um að vísa
uppflettingum léna á Netinu rétta leið. Þessir þjónar eru þannig mikilvægur
grunnþáttur í virkni netsamskipta í heiminum. Rótarnafnaþjónarnir mynda miðhluta
lénakerfis Netsins (DNS) sem notað er til að varpa nöfnum sem menn nota almennt
yfir í hin eiginlegu vistföng á netinu sem tölvur og hugbúnaður nota til að
komast leiðar sinnar.
K þjónninn í Reykjavík er nýjasta eintakið af þeim sem RIPE NCC hefur sett upp
undanfarið. Til að dreifa þessum eintökum um heiminn er notuð ný IP tækni
(IP fjölvarp, "anycasting"). Með þessu móti fæst mjög örugg og dreifð tenging,
sem er ónæmari fyrir ýmsum tegundum rekstartruflana, heldur en hefðbundnari
leiðir til að tryggja rekstraröryggi.
Vegna tenginga Íslands við umheiminn, er sérlega mikilvægt fyrir netrekstraraðila
hér á landi að hafa greiðan aðgang að a.m.k einum rótarþjóni. Eðli þessarar tækni
er þannig að missi menn alveg samband við alla rótarþjóna, verður að lokum einnig
erfiðleikum bundið að hafa samband innanlands. ISNIC hefur þvi unnið að
undirbúningi þess að fá eintak af rótarþjóni til landsins í tvö ár. K þjónninn
varð fyrir valinu og sem fyrr segir lauk þeirri vinnu með uppsetingu hans við RIX.
RIPE NCC hefur rekið K þjóninn í London síðan 1997, og síðan 2003 hafa verið
sett upp eintök af K í Amsterdam, Frankfurt, Aþenu, Doha og Mílanó, og nú
síðast í Reykjavík.
Frekari upplýsingar um K rótarþjóninn má finna á http:/k.root-servers.org/,
um RIPE NCC á http://ripe.net/, um Internet á Íslandi (ISNIC) á http://isnic.is/ og um
Reykjavík Internet Exchange (RIX) á http://rix.is/.
---------------------------
Ágætu félagar,
Þar sem ekki hafa komið neinar athugasemdir gegn breytingartillögum þeim
sem ykkur voru sendar til umsagnar þann 10 nóvember sl. lítum við svo á
að menn séu ánægðir og munum breyta skráningarreglum til samræmis þann
7. janúar 2005.
Ekki er búið að ákveða dagsetningu gildistöku á rýmkun reglna um
skráningu á vegum erlendra aðila en við lítum svo á að menn séu samþykkir
því að rýmka þetta, og munum tilkynna þá breytingu síðar.
Eftirfarandi breytingar á skráningarreglum verða því gerðar, og taka
gildi frá og með 7 janúar 2005.
------------------------------------------------------------------------
>> 1. Tengiliður rétthafa þarf ekki að vera einstaklingur (þ.e. getur verið "role object").
2.1. Almennt
Umsækjandi sem óskar eftir að fá úthlutað léni gengur frá greiðslu
á stofngjaldi léns og sækir síðan um lénið á vef ISNIC. Umsækjandi
skal hafa hæfi til þess að skuldbinda sig eða viðkomandi lögaðila
í samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Tengiliður rétthafa léns
verður að hafa íslenskt ríkisfang.
verði
2.1. Almennt
Umsækjandi sem óskar eftir að fá úthlutað léni gengur frá greiðslu
á stofngjaldi léns og sækir síðan um lénið á vef ISNIC. Umsækjandi
skal hafa hæfi til þess að skuldbinda sig eða viðkomandi lögaðila
í samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Tengiliður rétthafa léns
verður að vera íslenskur lögaðili.
>> 2. Rýmkaðar reglur um hvaða tengiliðir mega breyta upplýsingum um lén. Tengilið vegna nafnaþjóna
>> verði leyft að breyta nafnaþjónum léns (þ.e. flytja lén).
Við kafla 5 bætist grein 5.1 sem hljóði svona:
5.1 Skráður þjónustuaðili getur breytt vistun léna sem hann vistar.
>> 4. Skráðir vistunaraðilar geti tilkynnt ISNIC að þeir hafi hætt þjónustu við lén, og
>> þar með farið fram á lokun þess. Þar með bætist við þriðja ástæða lokunar léns.
Við kafla 8 bætist grein
8.6 Ef þjónustuaðili tilkynnir ISNIC að hann sé hættur þjónustu við ákveðið lén,
þá mun ISNIC loka viðkomandi léni, svo fremi að lénið hafi verið tekið niður
af nafnaþjónum þjónustuaðila.
>> 5 Frestur rétthafa léna, sem ekki er haldið við tæknilega, til að bæta úr áður
>> en léni er lokað er breytt úr 14 dögum í 60.
Í grein 8.3 breytist "Sé viðvörun ekki sinnt innan 14 daga frá sendingu er léni lokað."
í "Sé viðvörun ekki sinnt innan 60 daga frá sendingu er léni lokað."
--
Marius Olafsson
ISNIC ltd. http://www.isnic.is
Taeknigardi +354 525 4747
Dunhaga 5 marius(a)isnic.is
Reykjavik ICELAND