Sælir félagar,
Vegna athugunar sem við erum að gera á SPAM sendingum frá
vefhotel.com þar sem mögulega voru notuð tölvupóstföng úr
whois grunni ISNIC langar mig til að óska eftir smá upplýsingum
frá þeim sem lentu í að fá þetta sorp.
Gott væri ef þið gætuð sent mér hlutfallið milli fjölda .is
léna sem þið hýsið þ.e. hversu mörg þeirra fengu SPAMið og
hversu mörg ekki.
Hér er headerinn af því spami sem kom til mín og þar ættuð
þið að geta fundið þær addressur sem þetta kom frá.
===============================================================================
Return-Path: <vefhotel(a)top40s.biz>
Received: from s15123011.rootmaster.info (top40s.biz [217.160.176.138])
by amun.isnic.is (8.12.9/8.12.9/isnic) with ESMTP id h3PDmltd004344
for <oli(a)isnic.is>; Fri, 25 Apr 2003 13:48:48 GMT
(envelope-from vefhotel(a)top40s.biz)
Received: from top40s.biz (p508B0549.dip0.t-ipconnect.de [80.139.5.73])
(authenticated (0 bits))
by s15123011.rootmaster.info (8.11.6/8.11.6) with ESMTP id h3PDlkZ00890
for <oli(a)isnic.is>; Fri, 25 Apr 2003 15:47:47 +0200
Message-Id: <200304251347.h3PDlkZ00890(a)s15123011.rootmaster.info>
From: VefHotel.com(a)s15123011.rootmaster.info
To: oli@isnic.is@s15123011.rootmaster.info
Subject: Ert þú að borga of mikið?
Date: 25 Apr 2003 15:47:52 +0200
===============================================================================
Þetta má senda á mig beint þar sem ekki er nauðsynlegt að þessar
upplýsingar fari á listana.
Mínar persónulegu aðgerðir varðandi þetta er að senda Lögreglustjóranum
í Reykjavík erindi þar sem ég óska eftir að gefin verði út kæra á hendur
Hauki Vagnssyni vegna brota á lögum um Húsgöngu- og fjarsölusamninga.
/Óli
--
Ólafur Osvaldsson
Kerfisstjóri
Internet á Íslandi hf.
Sími: 525-5291
Email: oli(a)isnic.is
Nú hef ég lúmskan grun um að Vefhótel.com hafi plægt sig í gegnum allan
Whois grunninn fyrir .is
Ég er búinn að fá tvær ábendingar um þetta í dag frá lénseigendum sem eru
með lén í hýsingu hjá mér,
og þegar ég grepaði From netfangið úr maillog sýndist mér í fljótu bragði að
þeir hafi sent
á skráð netföng allra léna sem ég er með í hýsingu.
Í skilmálum Isnic segir: "Blátt bann liggur við notkun upplýsinga úr
rétthafaskrá eða af vefsíðum ISNIC til fjöldasendinga, í auglýsingaskyni eða
til sambærilegra nota og má búast við lögsókn ef brot eiga sér stað. "
Ber Isnic sig eftir því að reyna að sanna hvort þetta hafi átt sér stað ?
--
Veigar Freyr Jökulsson
veigar(a)tviund.is
Daginn
Eftirfarandi var að berast okkur frá hostmaster(a)isnic.is
--------------8<----------------------------------------------------------------
Ágæti viðskiptavinur.
Varðar: Umsókn um lénið XXXXXXXXXX.is
Því miður hefur okkur ekki verið unnt að afgreiða umsókn
þína um lénið XXXXXXXXXX.is vegna galla í uppsetningu léns á skráðum
nafnaþjónum og/eða vegna þess að stofngjald er ógreitt, eða
aðrir vankantar eru á umsókn (sjá hér að neðan).
Upplýsingar um tæknilegar kröfur á uppsetningu léna
eru á <http://www.isnic.is/domain/req.php> og upplýsingar
um gjaldskrá og greiðslur á <http://www.isnic.is/payments>
Eftirfarandi vankantar eru á XXXXXXXXXX.is:
=========================================================================
Uppgefið NIC-Auðkenni stjórnunarlegs tengiliðs (XXXX-IS) er óvirkt.
Uppgefið NIC-Auðkenni tæknilegs tengiliðs (XXXX-IS) er óvirkt.
=========================================================================
Hafi þetta ekki verið lagfært þann 7. apríl 2003 mun umsókninni verða
hafnað. Athugið að þegar umsókn hefur verið hafnað þá telst hún
ógild og verður því að senda inn nýja.
--------------8<----------------------------------------------------------------
Þetta er í kjölfarið á breytingu sem verið var að gera, sem skýrt er að hluta á frétt á www.isnic.is:
--------------8<----------------------------------------------------------------
2. apríl 2003-Áríðandi upplýsingar vegna nýskráninga léna
Athugið að þeir tengiliðir sem stofnaðir eru samkvæmt upplýsingum á umsóknum verða að fylgja leiðbeiningum sem koma í tölvupósti til að setja lykilorð á aðganginn.
Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt mun það tefja úthlutun léns og mögulega verða til þess að umsókninni sé hafnað.
--------------8<----------------------------------------------------------------
Mig langaði að forvitnast um hvort listamönnum þyki þetta ekki aðeins of mikið maus -- að hver sá sem sækir um lén þurfi nú að fara að "virkja aðganginn sinn", sem hann á í flestum tilfellum ekkert eftir að nota næsta árið. Það sem netþjónustuaðilarnir hafa verið að reyna að gera er að auðvelda þeim sem eru að sækja um lén ferlið -- að þeir tali við einn aðila sem græjar þetta (samanber að greiðandi sé netþjónustan). Þessi breyting er að mínu mati algjörlega á skjön við það.
Persónulega sé ég ekki vandamál við að nota einhvern random password generator og að það lykilorð sé sent til tengiliðarins.
Hvað finnst ykkur?
Kveðja,
Tolli
--
Þórhallur Hálfdánarson tolli(a)margmidlun.is
Kerfisstjóri / Netstjóri - MInet
Margmiðlun hf. www.mi.is
Sími: 575-7078 Fax: 575-7001
Tölvupóstur þessi er frá Margmiðlun hf., Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.
Fyrirvara og leiðbeiningar til viðtakenda tölvupósts frá Margmiðlun hf.
er að finna á vefsíðunni http://www.mi.is/fyrirvari/