[This message has also been posted.]
Daginn!
Ég var að velta fyrir mér, hvernig ætlar ISnet að bregðast við
ruslpóstinum sem var að koma frá halo.is í vikunni? Þetta
er klárt brot á notkunarskilmálum sem þeir hafa skrifað undir.
Ég ætla sjálfur að kæra þá til samkeppnisstofnunar fyrir brot á lögum
um húsgöngu- og fjarsölusamninga, því ég fékk fleira en eitt eintak
af auglýsingunni - meira um það hér:
http://bre.klaki.net/dagbok/faerslur/976181268.shtml
Hvernig væri að setja inn í skilmála ISNIC fyrir nýjum svæðisnöfnum
að ef þjónusta hýst hjá viðkomandi svæðisnafni er sannanlega auglýst
með óumbeðnum fjöldasendingum tölvupósts, þá verði svæðisnafnið
tekið af viðkomandi aðila samstundis? Mér þætti það doldið flott
refsing, því hún er ein af fáum sem duga til að tryggja að augýsingar
eins og halo voru að senda frá sér gagnist ekki sendandanum.
--
Bjarni