Hafa menn hugleitt hvort ISNIC sé stætt á því að neita borgurum eða
fyrirtækjum í löndum EES-samningsins um lén undir .is?
Frjáls flutningur vinnuafls, fjármagns, vöru og þjónustu!
Það væri fróðlegt að heyra skoðanir lögfræðinga á þessu.
Mbk,
J. G.
Góðan dag!
Mér finnst vanta punktinn yfir i-ið í þessari umfjöllun en það er hvort
eitthvað verði gert frekar en að ræða málið. Er hugmyndin sú að gefa út
nýjar reglur og þá hvenær?
Með bestu kveðju,
Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri
---------------------------------------------------------------
Ráðgjafi í upplýsingatækni, (Information Technology Consultant)
Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík
Ísland/Iceland
Sími/Tel.: (354) 520 9000; Fax: (354) 9009
Netfang/E-mail: halldor(a)tv.is; Heimasíða/URL: www.tv.is
---------------------------------------------------------------
Ég veit þetta kemur seint...
Mig langar að skipta aðeins um gír og hugsa um eitt. Nú þegar verið er að
vinna að t.d. reglugerðum um Internetið hjá ESB sem hefur óbeint áhrif á
lagasetningu á Íslandi held ég að það sé skynsamt að kynna okkur nánar hvað
þeir setja fram með lén. Eigum við ekki líka að kanna hvort að íslensk
stjórnvöld ráðgeri nánari lagasetningar um Internetið.
RE: Spurningar varðandi reglur frá Óla.
ccTLD voru held ég ekki ætluð neinum öðrum en lögaðilum innann hvers lands.
Ég tel óskynsamlegt að leyfa útlendum lögaðilum að skrá lén hér á landi nema
þeir reki hér útibú samanber skattalög eða hafi hér umboðsmann (sem getur
t.d. verið dreifingaraðili á vöru þeirra).
Vegna þess að internetið er ínternatjónal (á góðri íslensku) finnst mér ekki
að hefðbundin lög um vörumerki eigi ekki þar við. Ég tel að fyrstur kemur,
fyrstur fær sér príma regla fyrir skráningu á lénum.
Ég tel hinsvegar að takmarka eigi skráningu léna, ekkert mál sé að skrá t.d.
nafn lögaðila, styttingu á því, en að skila þurfi greinargerð ef lénið á
ekki augljóslega skylt við lögaðilan. Tel ég að þetta sporni gegn þessum
leiðindarottum á netinu sem safna lénum í von um gróða.
Mig minnir að einu sinni fyrir langa löngu hafi verið regla eitthvað á þá
leið á á hverju léni yrði að vera virk heimasíða og jafnvel hvort hún hafi
ekki líka átt að vera á íslensku. Ættum við ekki að taka þá reglu upp.
Léni er úthlutað til bráðabirgða, X lengi, og á þeim tíma er umsóknin birt á
póstlista sem þessum, þar sem menn geta andmælt henni, og eftir að sá tími
líður ætti að vera komin upp heimasíða tengd því léni. Eitthvað með viti,
ekki neitt þetta er til sölu.
Síðan er jafnvel pæling, til að sporna gegn óbeinni söluléna að frysta lén
eftir afskráningu í X langan tíma. NSI.com gerir það víst að einhverju
leyti.
Að úthluta ekki léni strax, heldur að birta það á póstlista sem þessum
(ásamt upplýsingum um hver sækir um og greinargerð [sem gefur kannski ekki
upp milljón króna business planið]), er nákvæmlega eins og Einkaleyfastofa
gerir, gefur mönnum kost á að andmæla ef þeir telja á sér brotið.
Ef að menn fylgjast ekki með, eru þeir ekki með!
P.S: Venjulega dugar að hóta málsókn til að fá menn til að skipta um
nafn/etc.. ef að maður telur þá brjóta á vörumerki sínu.
P.P.S: Mér finnst núverandi skráning á frettir.is rosalega loðin... Don't
Flame Me! (TM) en Gestur(a)islandssimi.is... vinnur þú ekki hjá Íslandssíma!?
:)
Þetta voru seinustu 2 aurarirnir mínir, afsakið stafsetningarvillurnar
mínar.
Kær kveðja,
Hreinn Jónasson Beck