RE: Námstefnur Miracle ehf
Sæll og takk fyrir svarið, Það væri kannski gott fyrir þig að kynna þér 46. grein fjarskiptalaga, http://www.althingi.is/lagas/129/2003081.html, sömuleiðis 14 grein laga um húsgöngu og fjarsölusamninga, http://www.althingi.is/lagas/129/2000046.html. Vegan þess hvað þessi tölupóstur þinn er greinilegt brot á 46. grein fjarskiptalaga hef ég haft samband við Póst og Fjarskiptastofnun og mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að gera þetta að prófmáli. Einnig mun ég hvetja mína kollega og alla sem fengu þennan póst til að gera slíkt hið sama. Svo mun ég að sjálfsögðu hafa samband við Mens Mentis og kvarta við þá yfir þessu og óska þess að það verði lokað á póstsendingar frá þér þar. Með bestu kveðju, Þórður Aðalsteinsson
-----Original Message----- From: Gunnar Bjarnason [mailto:gunnar@miracle.is] Sent: 11. febrúar 2004 09:00 To: Þórður Aðalsteinsson Subject: RE: Námstefnur Miracle ehf
Sæll Þórður.
Við höfum verið að vinna aðeins fyrir Betware, auk þess sem ég kynntist ykkur aðeins í gegnum vinnu sem ég vann með Gesti fyrir rúmu ári síðan þegar þið byrjuðuð að selja Interwoven lausnirnar. Þannig lentuð þið (Margmiðlun) á "vinir Miracle" listanum ;-). Ég þoli spam hinsvegar jafn ílla og flestir, þannig að það er sjálfsagt að taka þig út af listanum.
-Gunnar
-----Original Message----- From: Þórður Aðalsteinsson [mailto:doddi@margmidlun.is] Sent: 11. febrúar 2004 00:07 To: Gunnar Bjarnason Subject: RE: Námstefnur Miracle ehf
Sæll,
takk fyrir að láta mig vita, en hvernig fékkst þú email addressuna mína
Kveðja, ÞA
-----Original Message----- From: Gunnar Bjarnason [mailto:gunnar@miracle.is] Sent: 10. febrúar 2004 20:07 To: Þórður Aðalsteinsson Subject: Námstefnur Miracle ehf
Kæri/a Þórður Aðalsteinsson
Okkur langar að vekja athygli þína á því að Miracle á Íslandi, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, stendur fyrir komu Dave Ensor til landsins. Dave er þungaviktarmaður í bransanum með meira en 30 ára reynslu í upplýsingatækni. Hann er frábær fyrirlesari og við erum sannfærð um að efnið á námsstefnu hans á eftir að reynast þátttakendum dýrmætt veganesti.
Það er ekki á hverjum degi sem menn af þessu kaliberi koma til Íslands til að miðla af þekkingu sinni, svo við vonum að þú gefir þér tíma til að kynna þér efni námsstefna hans.
Miðvikudagurinn 18. febrúar kl. 13-17 - "Oracle Performance Problems, Common Causes and Cures".
Fimmtudagurinn 19. febrúar kl 9-17 - "Improving IT Service Delivery with Six Sigma".
Þar sem póstlisti okkar er enn í fæðingu er ólíklegt að allir kollegar þínir hafi fengið póst frá okkur. Okkur þætti því vænt um ef þú gætir sent skeytið áfram til þeirra sem þú telur að haft geti gagn eða áhuga
á þessu. Nánari upplýsingar á www.miracle.is > <http://www.miracle.is/>
Gunnar Bjarnason
Framkvæmdastjóri
Miracle ehf
www.miracle.is <http://www.miracle.is/>
Ef þú vilt ekki fá póst frá okkur, vinsamlegast láttu okkur vita með því að senda skeyti á miracle@miracle.is
Á döfinni 18.2.2004 : Námsstefnan: Oracle Performance Problems, Common Causes and Cures <http://www.miracle.is/a-> dofinni/nr/17>
19.2.2004 : Námsstefnan: Improving IT Service Delivery with Six Sigma <http://www.miracle.is/a-dofinni/nr/18> 12.3.2004 : Námsstefnan: Miracle Masterclass, Microsoft SQL Server <http://www.miracle.is/a-dofinni/nr/19>
Á Döfinni:
18.2.2004 :Námsstefnan: Oracle Performance Problems, Common Causes and Cures 19.2.2004 :Námsstefnan: Improving IT Service Delivery with Six Sigma 12.3.2004 :Námsstefnan:Miracle Masterclass, Microsoft SQL Server Sjá nánar http://www.miracle.is
participants (1)
-
Þórður Aðalsteinsson