Sælir, On Tue, 2005-10-04 at 22:22 +0000, JónJósef Bjarnason wrote:
Ekki er að sjá að póstlistanum að þú fáir þetta magn af ruslpósti, þar eru þá greinilega valdir aðilar sem þið kjósið að birta ásakanir um ásamt persónulegum pósti þeirra. En mig undrar svar þitt, það er ekki
Póstlistinn abuse-l hefur (a.m.k. hingað til) aðeins verið notaður fyrir samskipti varðandi innlendar óværur.
saman að jafna snerpu og mitt fyrirtæki. Af svarinu giska ég á að þú sért mjög ungur (að árum) og bendi ég þér því á að þér er frjálst að
Þetta fer eftir skilgreiningu á ungum manni - ég þekki Bjössa vel (vann fyrir hann fyrir nokkrum árum) - hann er að nálgast fertugt, stofnaði eina fyrstu Internetþjónustu landsins árið 1995 og rekur hana enn. Það er varla hægt að ásaka hann um reynsluleysi í þessum efnum.
nota block listann minn þér til stuðnings í baráttunni við ruslpóst, hann er birtur á netinu án ásakana og án þess að birta persónulegan póst í óleyfi sendanda enda væri slíkt hátterni lögbrot auk þess að vera siðlaust, eða eigum við að birta á internetinu nöfn allra sem ásakaðir eru af hverjum sem er um einhver lögbrot ? Mig grunar að svar þitt yrði, miðað við það sem á undan er gengið, eitthvað á þá leið að þú teldir það í lagi í þeim tilfellum sem þú ákveður það sjálfur, annars ekki. Ég er á annari skoðun.
Óli, Bjössi og fleiri hafa reynt að skýra þetta út fyrir þér. Ég ætla ekki að endurtaka þeirra ágætu svör. Kveðja, Kristófer