Guðbjörn, Þann 28. janúar 2004, ritaði Guðbjörn Hreinsson eitthvað á þessa leið:
En er leit.is að misnota upplýsingar í whois grunni ISNic? Ef svo er ber þá ekki ISNic að kæra?
Þeir byrjuðu sendingar sínar á því fyrir nokkru að sækja upplýsingar í Whois grunn ISNIC en 300 skeytum seinna og eftir símtal frá mér var því hætt að þeirra sögn og þeir ætluðu að grafa upp þær addressur sem skráðu hvert lén fyrir sig í leit.is, sem að þeirra sögn var "mjög erfitt" sem ég skil ekki alveg ef rétt hefur verið að skráningum staðið. Þeir hafa því tekið á það ráð að SPAMa á nafn@nafn.is og lista yfir lén hafa þeir auðvitað úr sínum grunnum og því er ekki um misnotkun á Whois grunni ISNIC að ræða lengur. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is