Áki, Þann 28. janúar 2004, ritaði Áki Hermann Barkarson eitthvað á þessa leið:
ég er buinn að pirra mig mikið yfir leit.is í dag og sendi á þá kvörtun og hótaði að loka öllum póstsendingum frá leit.is við viðskiptavini Skyggni´s ef þeir myndu ekki hætta senda þetta "óumbeðna spam" eins og þeir hafa verið að gera undanfarið með mjög vafasömum aðferðum.
Sama og ég gerði en hef ekkert svar fengið ennþá, ef ekkert hefur komið frá þeim um hádegisbil á morgun verður lokað á allar póstsendingar frá leit.is og þeirra IP neti til ISNIC og RHnet vegna SPAM sendinga.
í dag voru allir póstar sem ég fékk í kvörtunum frá viðskiptavini send á þessu formi "len@len.is"
Sama hér og að ég held allstaðar annarstaðar.
Páll, frkvstj leit.is hringir í mig svo rétt eftir að hafa lesið póstinn og tjáir mér óánægju með þessa ákvörðun að leyfa þeim ekki að spamma og reynir ítrekað að "milda" hvað þeir eru að gera.. spamma..
Hann tók littlum tiltölum þegar ég talaði við hann síðast.
mig langaði til þess að athuga hvort aðrir séu að loka á þá og/eða hvort IsNic taki þetta skrefið lengra. (ég hef ekki áhuga á því personulega og finnst ekki hlutverk Skyggnis að eltast við svona "lúsera")
Það er allveg örugglega ekki hlutverk ISNIC nema að því marki að stoppa sendingar frá þeim til okkar, við getum ekki sem úthlutunaraðili léna sagt mönnum hvað þeir mega nota lénin í og hvað ekki. Það sem er hægt að gera líka er að tilkynna þetta til SpamCop og álíka aðila og þá lenda þeir á endanum á blacklista hjá þeim og mun það hafa töluvert meiri áhrif en einstaka lokun hér innanlands. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is