Meðfylgjandi HTML-only póst var ég að fá. Aldrei hef ég skráð netfangið mitt á lausnir.com, ég hef heldur ekki heyrt um þá síðu fyrr en núna. Jafnframt leit ég á síðuna og rak augun í klausu undir "Hafa samband" "ATH ef send er inn fyrirspurn er uppgefnu netfangi bætt á póstlista lausnir.com, sem þýðir það að þú munt fá sent í tölvupósti fræðandi og skemmtilegt fréttabréf annað slagið." Með öðrum orðum "Ef við komumst einhvernveginn yfir netfangið þitt, með góðu eða illu þá munum við demba yfir þig ÓUMBEÐNUM og óviðeigandi pósti annað slagið" Einnig er þar minnst á einhvern afskráningarlink í spampóstinum, en ég sé þann link hvergi þar sem að ég les eingöngu plaintext útgáfuna af blönduðum pósti, og þegar nánar er skoðað þá ER ENGINN slíkur linkur í spampóstinum eins og síðan lofar að sé fyrir hendi. Fyrir utan það að þetta séu ólögleg vinnubrögð, þá er ekki einusinni staðfestingarbúnaður af nokkurri gerð, eins og er á öllum lögmætum póstlistum (sendur póstur á uppgefið netfang með einhverjum kóða sem þarf svo að senda til baka eða gera eitthvað til þess að staðfesta að beiðnin hafi komið frá réttum aðila.) þannig að ef jont@eitthvaðdomain.tld slær óvart inn jonr@eitthvaðdomain.tld þá er jonr í djúpum skít og losnar aldrei við þetta helvíti. Ég treysti því að eitthvað verði gert í þessum málum svo ég þurfi ekki að skrifa spamassassin reglur sem að grípa þetta. Baldur Gíslason baldur@foo.is - baldur@bsd.is http://www.foo.is/ ***** NOTE: An attachment named spamjunk-lausnir.com.txt was deleted from this message because it contained a windows executable or other potentially dangerous file type. Contact the system administrator for more information.