Gallup, Ég skil ekki hvað er svona erfitt þarna hjá ykkur eða uppí Landsteinum en ég hef ítrekað reynt að fá þetta fólk til að eyða öllum upplýsingum um mig úr sínum viðskiptaskrám. ISNIC hætti í viðskiptum við Landsteina fyrir löngu og er hvorki ég né ISNIC sem ég vinn hjá eru í viðskiptum við Landsteina núna og vil ég því losna af öllum viðskiptalistum, póstlistum og hverskyns mögulegum tengslum sem geta verið í fyrirtækinu eða þeim fyrirtækjum sem þjónusta Landsteina eða gætu hafa fengið upplýsingar um mig frá Landsteinum. Frekari sendingar af nokkru tagi sem sendar verða til mín sem viðskiptarvinar Landsteina eða Strengs munu verða til þess að ég legg fram kæru til Ríkislögreglustjóra enda hafa þessir aðilar sýnt það greinilega að þeir eyða ekki fólki úr sínum skrám þó þess sé óskað. Það var svo í maí síðastliðinn að ISNIC lokaði fyrir móttöku tölvupósts frá póstþjóni Landsteina svo og eftirfarandi lén af fyrrgreindum ástæðum. landsteinar.is strengur.is landsteinarstrengur.is Eins sendi ég Gallup eftirfarandi texta þann 10. maí síðastliðinn: ======================================================================== Við erum ekki viðskiptavinir landsteina né strengs og hef ég fyrir löngu beðið þessa aðila um að fjarlægja okkur úr þeirra viðskiptaskrá. Vinsamlega sjáið til þess að gallup sendi ISNIC ekki frekari tölvupóst vegna þessara fyrirtækja svo ekki komi til að ISNIC hætti móttöku tölvupósts frá gallup. ======================================================================== Vinsamlega takið þessu sem síðustu aðvörun. Og þar sem ég er ekki viðskiptavinur Gallup né Landsteina og hef ítrekað óskað þess að fá engar sendingar frá þeim þá er sending þessa tölvupósts brot á fjarskiptalögum (nr. 81/2003), svo og lögum um húsgöngu og fjarsölusamninga (nr. 46/2000). Nánari skýringar: Lög um fjarskipti, nr. 81/2003, 46. grein, 1. og 2. málsgrein: Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að nota tölvupóstfang við sölu á vörum eða þjónustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eða þjónustu ef viðskiptavinum er gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun tölvupóstfanga þeim að kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömuleiðis í hvert sinn sem skilaboð eru send hafi viðskiptavinurinn ekki þegar í upphafi hafnað slíkri notkun. - ATH. Athugið að þarna eru söluaðilar skyldugir til að gefa mönnum kost á því að mótmæla *skráningu*, ekki bara skilaboðunum sjálfum. Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga, nr. 46/2000, 14. grein, 2. málsgrein: Seljendum vöru og þjónustu sem lög þessi taka til ber, áður en bein markaðssókn er skipulögð, að kanna skrá Hagstofu Íslands yfir þá sem vilja ekki að nöfn þeirra séu notuð við markaðssetningu, sbr. ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hafi neytandi óskað eftir því að vera færður í skrána er bein markaðssókn til hans óheimil. - ATH. ég er á skrá hjá Hagstofunni yfir þá sem vilja ekki að nöfn þeirra séu notuð við markaðssetningu. /Óli Þann 18. nóvember 2004, ritaði Gallup netkönnun eitthvað á þessa leið:
Ágæti viðtakandi
Landsteinar Strengur hefur farið þess á leit við IMG Gallup að gera viðhorfskönnun meðal viðskiptavina fyrirtækisins.
Við vonum að þú gefir þér tíma til þess að svara könnuninni. Það er einfalt að svara spurningalistanum og ætti einungis að taka nokkrar mínútur.
Tilgangur með könnuninni er að fá upplýsingar um það hvernig þjónustu þú hefur fengið hjá Landsteinum Streng og hvort þú hafir einhverjar tillögur eða athugasemdir varðandi þjónustuna.
IMG Gallup er framkvæmdaaðili könnunarinnar og heitir öllum þátttakendum trúnaði. Stjórnendur Landsteina Strengs fá ekki aðgang að einstaka svörum, einungis heildarniðurstöður.
Til að svara könnuninni smellir þú á slóðina hérna neðst í póstinum.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir vinsamlega sendu póst á Elísabetu Stefánsdóttur (elizabet@gallup.is) eða Trausta Ágústsson (trausti@gallup.is).
Með bestu kveðju, Tausti Ágústsson Verkefnastjóri IMG Gallup
https://survey.confirmit.com/wix/p260059562.aspx?r=148&s=UCSHJBUJ
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is