RE: [Domain] Tillögur um breytingar á reglum um skráningu og stjórnun léna undir .is

Björn Þór Karlsson bjossi at bjossi.is
Fri Oct 31 13:40:57 GMT 2003


Góðan daginn,

Mér finnst að það ætti að lækka árgjald í 3500 krónur og hækka þá
stofngjald um 5000 krónur. Mér finnst mjög sniðugt að rukka ekki fyrir
flutningsgjald enn mér finnst líka að það ætti að það ætti kannski að
kosta um 2500 krónur að breyta nafninu á léninu. Og ég reikna með að
margir eigi eftir að vilja það þegar að séríslenskir stafir koma inn í
kerfið.

Kveðja,
Björn Þór Karlsson
Veffang: http://www.bjossi.is
Netfang: bjossi at bjossi.is
Sími: 691-9818


-----Original Message-----
From: domain-bounces at lists.isnic.is
[mailto:domain-bounces at lists.isnic.is] On Behalf Of Helgi Jonsson
Sent: 20. október 2003 10:24
To: domain at lists.isnic.is
Subject: [Domain] Tillögur um breytingar á reglum um skráningu og
stjórnun léna undir .is

Ágætu netverjar,

óskað er eftir athugasemdum vegna meðfylgjandi tillagna um breytingar á
reglum um úthlutun og stjórnun á léninu .is

Meginástæður breytinga eru þessar:

a) Árleg léngjöld verða reikningsfærð á þann máta að eindagi greiðslu
  árgjalds miðast við afmælisdag lénsins. Reikningar verða sendir út
  tímanlega fyrir afmælisdag léns. Léni verður lokað hafi greiðsla
  ekki borist á eindaga. Breyting miðast við lén sem eiga afmæli
  eftir 31. desember 2003.

b) Opnað verður fyrir skráningu á lénum um vef ISNIC 1. janúar 2004.
  Skráning verður alfarið um vefinn frá þessum tíma og hætt verður
  að taka við umsóknum bréfleiðis eða um fax.

c) Flutningsgjald verður ekki innheimt eftir 1. janúar 2004 sé
flutningur
  framkvæmdur um vef ISNIC.

d) Þann 1. júlí 2004 verður opnað fyrir skráningu léna sem innihalda
  séríslenska stafi.

Mismunandi er hvenær ætlað er að breytingar taka gildi.

Kv,
Helgi Jónsson

--

[Skýring 

 Til að gera mögulegt að ská lén skv. IDN RFC reglum, lén með
séríslenskum
 stöfum. Þessi breyting verður að taka gildi strax vegna tæknilegra
áhrifa
 IDN RFC reglna. Nánari ákvæði ganga í gildi 1. júlí 2004 þegar farið
verður
 að skrá lén með séríslenskum stöfum. Sjá nánar grein 14.
Bráðabirgðaákvæði.

]

Grein 1.1.1 - Breytt grein gildir frá og með 20. október 2003

 Fyrir breytingu:

 1.1.1. Lén

 Lén er auðkenni á Internetinu. Lénnafn má einungis innihalda stafi úr
 enska stafrófinu, tölustafi og bandstrik. Lénnafn má ekki byrja eða
 enda á bandstriki. Lénnafn ásamt endingunni .is má ekki vera lengra
 en 66 stafir. Ekki er gerður greinarmunur á stórum og litlum stöfum
 í léni.


 Eftir breytingu:

 1.1.1. Lén

 Lén er auðkenni á Internetinu. Lénnafn má einungis innihalda stafi úr
 enska stafrófinu, tölustafi og bandstrik. Lénnafn má ekki byrja eða
 enda á bandstriki, og má ekki innihalda bandstrik í þriðja og fjórða
 staf. Lénnafn ásamt endingunni .is má ekki vera lengra
 en 66 stafir. Ekki er gerður greinarmunur á stórum og litlum stöfum
 í léni.


--

[Skýring

 Ný regla hvað varðar uppfærslu upplýsinga um aðsetur er að finna
 í grein 1.1.16.

]

Grein 1.1.6. - Breytt grein tekur gildi 1. desember 2003

 Fyrir breytingu:

 1.1.6. Greiðandi

 Hlutverk greiðanda er að taka við tilkynningum/reikningum vegna
 léngjalda og ber hann jafnframt ábyrgð á greiðslu þeirra. Við
skráningu á
 greiðanda er nafn hans skráð eins og það er í þjóðskrá hverju sinni.
 Ennfremur getur ISNIC uppfært aðrar upplýsingar um greiðanda samkvæmt
 þjóðskrá þar sem það á við. Slík uppfærsla er þó eingöngu framkvæmd í
þeim
 tilfellum er bréf, send til greiðanda, komast ekki til skila og eru
 endursend til ISNIC. 


 Eftir breytingu (athugasemd: sjá einnig nýja grein 1.1.16.):

 1.1.6. Greiðandi

 Hlutverk greiðanda er að taka við tilkynningum/reikningum vegna
 léngjalda og ber hann jafnframt ábyrgð á greiðslu þeirra.


--

[Skýring

 Skilyrt uppsögn hefur ekkert gildi eftir að umsóknir færast yfir
 á vef. Við umskráningu á vef tilgreinir stjórnunarlegur tengiliður
 nýjan rétthafa með því að setja inn nýjan rétthafa.

]

Grein 1.1.16. - Grein fellur niður 1. janúar 2004

 Fyrir niðurfellingu:

 1.1.16. Skilyrt uppsögn á léni

 Skilyrt uppsögn felur í sér beiðni um umskráningu til nýs aðila.
 Við uppsögn þarf kennitala nýs aðila að koma fram. Nýr aðili verður að
sækja
 um lénið innan tveggja (2) daga frá því að skilyrt uppsögn berst til
ISNIC.
 Komi ekki umsókn um lénið innan tilskilins frests er uppsögn ógild og
lén
 áfram skráð á fyrri aðila. 


--

[Skýring

 Áréttað er hvaða ábyrgð tengiliðir hafa. Þá er bent á að ISNIC
 uppfærir nöfn rétthafa skv. þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá þar sem
 það á við.

 Tengiliðir geta haft annað aðsetur en það sem tilgreint er í
 þjóðskrá. Í þeim tilfellum er ISNIC fær endursenda tilkynningu
 getur ISNIC uppfært upplýsingar um heimilisfang.

] 

Grein 1.1.16. - Ný grein tekur gildi 1. desember 2003

 1.1.16. Upplýsingar í rétthafaskrá

 Rétthafi og tengiliðir bera ábyrgð á að réttar upplýsingar séu skráðar
í
 rétthafaskrá ISNIC.
 ISNIC uppfærir nöfn íslenskra rétthafa og tengiliða samkvæmt þjóðskrá
og
 fyrirtækjaskrá daglega.
 ISNIC áskilur sér rétt til að uppfæra heimilisföng hjá íslenskum
 rétthöfum og tengiliðum til samræmis við þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá
 í þeim tilfellum þegar gögn send í bréfapósti eru endursend til ISNIC.


--

[Skýring

 Ástæðulaust að vísa í umsóknareyðublað þar eð umsóknir fara
 um vef ISNIC frá 1. janúar 2004.

]

Grein 2.1. - Breytt grein tekur gildi 1. janúar 2004

 Fyrir breytingu:

 2.1. Almennt

 Umsækjandi sem óskar eftir að fá úthlutað léni skal senda umsókn til
ISNIC
 ásamt greiðslu á stofngjaldi. Við umsókn skal notast við
umsóknareyðublað
 ISNIC eða sækja um á þann rafræna máta sem ISNIC viðurkennir.
Umsækjandi
 skal hafa hæfi til þess að skuldbinda sig eða viðkomandi lögaðila í
samræmi
 við gildandi lög á hverjum tíma. Tengiliður rétthafa léns verður að
hafa
 íslenskt ríkisfang. 


 Eftir breytingu:

 2.1. Almennt

 Umsækjandi sem óskar eftir að fá úthlutað léni gengur frá greiðslu á
 stofngjaldi léns og sækir síðan um lénið á vef ISNIC.
 Umsækjandi skal hafa hæfi til þess að skuldbinda sig eða viðkomandi
lögaðila
 í samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Tengiliður rétthafa léns
verður
 að hafa íslenskt ríkisfang.


--

[Skýring

 Gert er ráð fyrir að gjaldtöku v/flutningsgjald verði hætt frá
 1. janúar 2004 að telja í þeim tilvikum er tengiliðir framkvæma
flutning
 um vef ISNIC. Flutningsgjald verður gjaldfært eftir 1. janúar 2004 sjái
 starfsmenn ISNIC um flutning.
 
]

Grein 5.1. - Breytt grein tekur gildi 1. janúar 2004

 Fyrir breytingu:

 5.1.

 Ákveði rétthafi léns að breyta um vistunaraðila þess felur hann
tengilið
 rétthafa léns að senda upplýsingar þar að lútandi til ISNIC.
 Breyting á vistun felur í sér flutningsgjald. 


 Eftir breytingu:

 5.1.

 Ákveði rétthafi léns að breyta um vistunaraðila þess felur hann
tengilið
 rétthafa eða tæknilegum tengilið að framkvæma þá breytingu.
Flutningsgjald
 er aðeins innheimt ef starfsmenn ISNIC sjá um breytingu að ósk aðila.


--

[Skýring

 Umskráning verði einfaldlega breyting á kennitölu rétthafa.
 Erlendir aðilar breyti einfaldlega upplýsingum um rétthafa.

]

Grein 6.1. - Breytt grein tekur gildi 1. janúar 2004

 Fyrir breytingu:

 6.1. Almennt

 Umskráning á léni felur í sér framsal á léni og breytingu á rétthafa
léns.
 Nýr rétthafi þarf að fullnægja reglum ISNIC eins og um nýskráningu sé
að ræða.
 Umskráning er meðhöndluð sem nýskráning af hálfu ISNIC og felur í sér
 umskráningargjald. Umskráningargjald þarf að greiða áður en lén er
umskráð hjá
 ISNIC. Tengiliður rétthafa léns eða rétthafi sér um að koma beiðni um
 umskráningu til ISNIC. 


 Eftir breytingu:

 6.1. Almennt

 Umskráning á léni felur í sér framsal á léni og breytingu á rétthafa
léns.
 Nýr rétthafi þarf að fullnægja reglum ISNIC eins og um nýskráningu sé
að ræða.
 Umskráning er framkvæmd af tengilið núverandi rétthafa þannig að
kennitölu 
 rétthafa er breytt í kennitölu fyrirhugaðs rétthafa í rétthafaskrá
ISNIC.


--

[Skýring

 Aðgerð færð á vef ISNIC.

]

Grein 6.2.1. - Breytt grein tekur gildi 1. janúar 2004

 Fyrir breytingu:

 6.2.1.

 Innlendur rétthafi sem hefur fengið úthlutað léni getur farið fram á
 umskráningu á léni hvenær sem er. Tengiliður rétthafa léns eða
rétthafi sendir
 beiðni þess efnis til ISNIC. 


 Eftir breytingu:

 6.2.1.

 Innlendur rétthafi sem hefur fengið úthlutað léni getur umskráð lén
 hvenær sem er. Tengiliður rétthafa léns framkvæmir slíka breytingu
rafrænt.


--

[Skýring

 Breytt til samræmis við aðrar breytingar.

]

Grein 7.1. - Breytt grein tekur gildi 1. janúar 2004

 Fyrir breytingu:

 7.1.

 Öllum umsóknum um stofnun léns, umsóknum um breytingu á vistun,
 umsóknum um umskráningu og vistun á biðsvæði skal fylgja greiðsla.
Greiðslur
 geta verið með greiðslukorti, með greiðslu inn á bankareikning ISNIC
eða með
 öðrum hætti sem ISNIC metur gildan. 


 Eftir breytingu:

 7.1.

 Meginreglan er að afnot af léni miðist við eitt ár í senn.
 Eindagi árgjalds er afmælisdagur (stofndagur) léns ár hvert.
 Umsóknum um stofnun léns og vistun á biðsvæði skal fylgja greiðsla.
 Greiðslur geta verið með greiðslukorti, greiðslu inn á bankareikning
 ISNIC eða með öðrum hætti sem ISNIC metur gildan.


--

[Skýring

 Einföldun.

]

Grein 7.3. - Breytt grein tekur gildi 1. desember 2003

 Fyrir breytingu:

 7.3.

 Sú meginregla gildir um greiðslur vegna léna að þær eru óafturkræfar.
ISNIC
 endurgreiðir þó stofngjald hafi stofngjald verið greitt en umsókn
hafnað.
 Ennfremur endurgreiðir ISNIC umskráningargjald hafi ekki verið hægt að
skrá
 nýjan rétthafa í framhaldi af umskráningarbeiðni. Sækja verður um
 endurgreiðslu hjá ISNIC. 


 Eftir breytingu:

 7.3.
 
 ISNIC endurgreiðir stofngjald hafi stofngjald verið greitt en umsókn
hafnað.
 Aðrar greiðslur vegna léna eru óafturkræfar.


--

[Skýring

 Lokun léns er framkvæmd af ISNIC sé árgjald ekki greitt á eindaga.
 Eindagi greiðslu árgjalds er afmælisdagur léns.

]

Grein 8.2. - Breytt grein tekur gildi 1. janúar 2004

 Fyrir breytingu:

 8.2.

 Meginreglan er að afnot af léni miðist við eitt ár í senn. Sé árgjald
ekki
 greitt á eindaga falla öll réttindi rétthafa yfir léninu niður. 
 Ef reikningur er sendur vegna árgjalds skal miða eindaga við 20. dag
þess
 mánaðar sem lén var skráð. Annars skal miða eindaga við þann dag þess
mánaðar
 sem lén var skráð. 
 Ef reikningur er ekki sendur vegna árgjalds skal ISNIC senda áminningu
um
 árgjald í tölvupósti til tengiliðs rétthafa lénsins og greiðanda
lénsins
 mánuði áður en árgjald fellur í eindaga. 
 Sé árgjald ógreitt á eindaga er léni lokað hjá ISNIC. 
 Hafi léni verið lokað hjá ISNIC og opnað á ný fellur á það
opnunargjald. 
 Hafi lén verið lokað í 60 daga hjá ISNIC er það afskráð og afmáð,
réttur
 yfir léni fellur niður og lénið er laust til umsóknar á ný. 


 Eftir breytingu:

 8.2.

 Meginreglan er að afnot af léni miðist við eitt ár í senn.
 Eindagi árgjalds er afmælisdagur (stofndagur) léns ár hvert.
 Sé árgjald ógreitt á eindaga er léni lokað hjá ISNIC.
 Hafi léni verið lokað hjá ISNIC og opnað á ný fellur á það
opnunargjald.
 Hafi lén verið lokað í 60 daga hjá ISNIC er það afskráð og afmáð,
réttur
 yfir léni fellur niður og lénið er laust til umsóknar á ný.


--

[Skýring

 Úthlutun og skráning léna með séríslenska stafi hefur hingað til ekki
verið
 leyfð þar eð staðla hefur vantað.

 Nú liggja staðlar fyrir er varða meðhöndlun á lénum sem innihalda aðra
stafi
 en þá sem tilheyra enska stafasettingu. Nokkurn undirbúning þarf þó til
þess
 að unnt sé að úthluta slíkum lénum. Meðfylgjandi bráðabirgðaákvæði snýr
 að úthlutun léna með séríslenskum stöfum.

]

Grein 14. Bráðabirgðaákvæði - tekur gildi 1. júlí 2004

 14. Bráðabirgðaákvæði

 Bráðabirgðaákvæði vegna skráningar léna sem innihalda séríslenska
stafi

 Þann 1. júlí 2004 hefst skráning .is léna sem innihalda séríslensku
stafina
 á ð é í ó ú ý þ æ ö

 Rétthafi léns sem er stafsett án séríslenskra stafa hefur forgang í
 sex mánuði, tímabilið 1. júlí 2004 til 31. desember 2004, á skráningu
léns
 með séríslenskum stöfum þar sem er að finna fullkomna vörpun milli
léns,
 stafsett með séríslenskum stöfum, og léns stafsett án séríslenskra
stafa,
 sbr. eftirfarandi töflu:

  á -> a
  ð -> d
  é -> e
  í -> i
  ó -> o
  ú -> u
  ý -> y
  þ -> th
  æ -> ae
  ö -> o

 Skráning á léni með séríslenska stafi veitir ekki rétt á skráningu á
 léni sem stafsett er án séríslenskra stafa.

 Forgangsskráning fellur niður eftir 31. desember 2004 og gildir þá
 reglan "fyrir kemur fyrstur fær" fyrir öll .is lén sem innihalda
 séríslenska stafi.

 Við gildistöku bráðabirgðaákvæðis, 1. júlí 2004, breytist
 grein 1.1.1 og verður:


 1.1.1. Lén

 Lén er auðkenni á Internetinu. Lénnafn má einungis innihalda stafi úr
 enska stafrófinu, tölustafi og bandstrik og íslensku stafina áéýúíó og
þæö.
 Lénnafn má ekki byrja eða enda á bandstriki, og má ekki innihalda
bandstrik
 í þriðja og fjórða staf. Lénnafn ásamt endingunni .is má ekki vera
lengra
 en 66 stafir, ACE umritun léns með íslenskum stöfum má ekki vera
lengri en
 59 stafir. Ekki er gerður greinarmunur á stórum og litlum stöfum í
léni.


--

-- 
Helgi Jonsson, framkvæmdastjóri (Manager)
hjons at isnic.is

Internet Iceland - ISNIC
Taeknigardur                     phone
+354-525-4950 
Dunhagi 5                      fax
+354-561-0999
IS-107 Reykjavik
Iceland                       homepage
www.isnic.is

_______________________________________________
Domain mailing list
Domain at lists.isnic.is
http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain

More information about the Domain mailing list